Enski boltinn

Tilboð City móðgun

Eiríkur Stefán Ásgerisson skrifar
Shay Given, markvörður Newcastle.
Shay Given, markvörður Newcastle. Nordic Photos / Getty Images

Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle, segir að tilboð Manchester City í markvörðinn Shay Given upp á fimm milljónir punda sé ekkert annað en móðgun.

Given hefur verið á mála hjá Newcastle undanfarin tólf ár en hefur gert greint fyrir vilja sínum að fara frá félaginu.

„Burt séð frá öllum þeim upphæðum sem ég hef heyrt hefur City aðeins boðið fimm milljónir punda. Okkur finnst það vera mógðun gagnvart líklega besta markverði ensku úrvalsdeildarinnar," sagði Kinnear og sagði málið í pattstöðu. Hann vill þó alls ekki missa Given.

„Ég veit ekki vetur en að stjórnarformaðurinn og eigandinn séu mjög ósáttir við tilboðið. Ég vil ekki missa hann enda erum við í fallbaráttu og vil ég halda öllum mínum leikmönnum. En ég veit ekki hvað mun taka við."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×