Enski boltinn

Moyes: Við áttum skilið að vinna

NordicPhotos/GettyImages

David Moyes var súr í bragði í kvöld eftir að hans menn í Everton voru rændir þremur stigum í blálokin gegn Arsenal. Robin van Persie stal stigi fyrir Arsenal með marki í uppbótartíma.

"Það er erfitt að kyngja því að ná ekki að vinna svona leik og ég skil eiginlega ekki hvernig við fórum að því. Við gerðum mistök sem kostuðu okkur tvö stig en góðir leikmenn refsa þér ef þú gerir mistök. Ég get samt ekki verið annað en ánægður með spilamennskuna og leikmenn liðsins," sagði Moyes.

"Við fengum bara eitt stig í kvöld, en sú staðreynd að við séum ósáttir við að fá bara eitt stig úr svona leik, sýnir glöggt hvaða kröfur við gerum á okkur og hve langt við erum komnir."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×