Enski boltinn

Owen og Barton úr leik í nokkrar vikur

Michael Owen meiddist enn á ný
Michael Owen meiddist enn á ný NordicPhotos/GettyImages

Newcastle verður án þeirra Michael Owen og Joey Barton næstu vikurnar eftir að þeir höltruðu báðir af velli meiddir á ökkla í kvöld.

Joe Kinnear knattspyrnustjóri staðfesti í samtali við Sky að Owen væri að horfa á þrjár vikur frá keppni en Barton allt að sex vikur.

Þetta eru ekki góð tíðindi fyrir Newcastle í fallslagnum sem framundan er hjá liðinu. Newcastle tapaði fyrir Manchester City í kvöld 2-1.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×