Fótbolti

Celtic þurfti ellefu vítaspyrnur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Scott McDonald tryggði Celtic sigurinn í gær.
Scott McDonald tryggði Celtic sigurinn í gær. Nordic Photos / AFP
Celtic tryggði sér í gær sæti í úrslitum skosku deildabikarkeppninnar með sigri á Dundee United í æsispennandi vítaspyrnukeppni í undanúrslitunum.

Bæði lið nýttu fyrstu átta spyrnur sínar í vítaspyrnukeppninni eftir að ekkert mark hafði verið skorað í venjulegum leiktíma og framlengingu.

Þá misnotuðu þeir Glenn Loovens fyrir Celtic og Lee Wilkie fyrir Dundee United spyrnur sínar í níundu umferð sinni en úrslitin réðust í tólftu umferð.

Willo Flood var að taka sína aðra spyrnu í vítaspyrnukeppninni þegar hann brenndi af fyrir hönd Dundee United. Scott McDonald nýtti þá hins vegar sína spyrnu og kom Celtic áfram.

Bæði lið fengu sín færi í fyrri hálfleik en United þótti sterkari aðilinn í þeim síðari. Það var hins vegar Celtic sem fékk betri færin en bæði Marc Crosas og Georgios Samaras skutu í slána.

Celtic mun nú mæta Rangers í úrslitunum þann 15. mars næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×