Enski boltinn

Öll mörk vikunnar á Vísi

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Cristiano Ronaldo og Ji-Sung Parka fagna öðru marki þess fyrrnefnda gegn West Brom.
Cristiano Ronaldo og Ji-Sung Parka fagna öðru marki þess fyrrnefnda gegn West Brom. Nordic Photos / Getty Images

Lesendur Vísis geta séð samantektir úr öllum tíu leikjum vikunnar í ensku úrvalsdeildinni en 23. umferð deildarinnar fór fram í gærkvöldi og á þriðjudagskvöldið.

Manchester United styrkti stöðu sína á toppi deildarinnar með 5-0 sigri á West Brom en Liverpool missti af mikilvægum stigum í toppbaráttunni með enn einu jafnteflinu - í þetta sinn gegn Wigan.

Arsenal gerði einnig jafntefli en bæði Aston Villa og Chelsea unnu sína leiki. Chelsea færðist þar með í annað sæti deildarinnar með 48 stig. Liverpool er einnig með 48 stig en með lakara markahlutfall. Aston Villa fylgir svo á eftir með 47 stig, fimm stigum meira en Arsenal.

Smelltu hér til að sjá yfirlit yfir leiki vikunnar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×