Enski boltinn

N´Zogbia hefur fengið nóg af Kinnear

NordicPhotos/GettyImages

Franski leikmaðurinn Charles N´Zogbia hjá Newcastle hefur gefið það út að hann muni ekki spila annan leik fyrir félagið í stjóratíð Joe Kinnear.

Leikmaðurinn hefur farið þess á leit að vera seldur frá Newcastle í janúar og hefur lýst yfir áhuga á að fara til Arsenal eða Aston Villa.

Hann biður stuðningsmenn Newcastle afsökunar á fyrirætlunum sínum en segist ekki geta unnið með knattspyrnustjóranum sem hafi móðgað sig.

"Mig langar að biðja stuðningsmennina afsökunar á því að ég skuli vilja fara frá félaginu en ég mun ekki spila annan leik fyrir Newcastle á meðan Kinnear er knattspyrnustjóri. Félagið veit að ég vil fara og ætti því að taka einhverju af þeim tilboðum sem í mig berast," sagði N´Zogbia í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×