Enski boltinn

Owen frá í tvo mánuði

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Michael Owen er hér tekinn af velli í gær.
Michael Owen er hér tekinn af velli í gær. Nordic Photos / Getty Images

Útlit er fyrir að Michael Owen verði frá næstu tvo mánuðina vegna meiðslanna sem hann varð fyrir í leik Manchester City og Newcastle í gær.

Owen hefur ítrekað átt við meiðsli að stríða síðan hann kom til Newcastle frá Real Madrid í ágústmánuði árið 2005. Hann var að spila sinn 62. leik fyrir Newcastle í gær.

Owen meiddist á ökkla eftir tæklingu frá Nigel de Jong, leikmanni City. Joey Barton verður einnig lengur frá en í fyrstu var talið en í ljós kom að hann er með brotið bein í fæti. Verður hann einnig frá í um tvo mánuði.

„Eini leikfæri framherjinn okkar er Andy Caroll," sagði Joe Kinnear, knattspyrnustjóri Newcastle. „Obafemi Martins hefur verið frá í tíu vikur og hefur verið sárt saknað. Þá héldum við að Mark Viduka væri að komast aftur á skrið áður en hann meiddist aftur."

Hann á ekki von á því að hann geti fengið aðra leikmenn til félagsins í þeirra stað.

„Eigandinn Mike Ashley hefur tapað tveimur milljörðum punda vegna efnahagshrunsins og því höfum við ekki mikinn pening á milli handanna."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×