Enski boltinn

Robinson sleppur við bann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Paul Robinson var hissa á rauða spjaldinu sem hann fékk.
Paul Robinson var hissa á rauða spjaldinu sem hann fékk. Nordic Photos / Getty Images

Aganefnd enska knattspyrnusambandsins hefur tekið áfrýjun West Bromwich Albion til greina vegna rauða spjaldsins sem Paul Robinson fékk að líta í leik liðsins gegn Manchester United á þriðjudagskvöldið.

Rob Styles dómari leiksins gaf Robinson beint rautt spjald fyrir tæklingu á Ji-Sung Park. Nefndin skoðaði myndbandsupptökur af atvikinu og ákvað að láta rauða spjaldið ekki standa. Robinson fer því ekki í þriggja leikja bann eins og hann hefði þurft að gera og getur spilað með sínum mönnum gegn Hull um helgina.

Manchester United vann leikinn með fimm mörkum gegn engu en staðan var 1-0 þegar að Robinson fékk að líta rauða spjaldið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×