Erlent

Grunaðir hryðjuverkamenn handteknir í Ástralíu

Ástralska lögreglan handtók í gær sextán manns sem grunaðir eru um að hafa lagt á ráðin um stórfellda hryðjuverkaárás. Talið er að undirbúningur hryðjuverkaárásanna hafi verið á lokastigi. Á meðal þeirra sem var handtekinn var róttækur múslímaklerkur sem sakaður er um að hafa stýrt undirbúningi árásanna.

Erlent

Lögreglan beitti táragasi

Pakistanskir lögreglumenn þurftu að beita táragasi til að dreifa hundruðum íbúa Kasmírs sem reyndu að komast yfir landamæri Indlands og Pakistans eftir að þau voru opnuð í gærmorgun en þeim hafði verið lokað vegna jarðskjálftans sem skók svæðið fyrir tæpum mánuði.

Erlent

Uppþot út fyrir landsteinana

Ekkert lát er á óeirðunum í Frakklandi en ríflega 1.400 bifreiðar voru brenndar víða um landið í fyrrinótt. Jafnframt var kveikt í bílum í Brussel og Berlín. Í gær lést maður af sárum sínum á sjúkrahúsi í París en hettuklæddir óeirðaseggir börðu hann til óbóta fyrir utan heimili hans í síðustu viku.

Erlent

Sóttu allir sömu moskuna

Áttmenningarnir sem eru í haldi í Danmörku og Bosníu grunaðir um að hafa ætlað að ­fremja hryðjuverk sóttu allir sömu moskuna hjá sama klerkinum. Sá heitir Abu Ahmed og hefur verið undir smásjá lögreglunnar í Danmörku undan­farin misseri.

Erlent

Harmsaga harðjaxlsins blinda

Í síðustu viku sagði einn litríkasti stjórnmálamaður Bretlands, David Blunkett, af sér ráðherraembætti í annað sinn á einu ári.

Erlent

Utan við alþjóðlegar kröfur

Kosningaeftirlitsmenn Öryggissamvinnustofnunar Evrópu ÖSE sem fylgdust með þingkosningunum í Aserbaídsjan um helgina segja þær ekki uppfylla alþjóðlegar kröfur. Þegar næstum 93 prósent atkvæðanna höfðu verið talin í gær höfðu þingmenn stjórnarflokkanna forystu í meirihluta kjördæmanna. Yfirlýstir stjórnarandstæðingar virtust hins vegar einungis ætla að fá tíu þingsæti af 125.

Erlent

Mið- og hægri sveiflu spáð

Útlit er fyrir að jafnaðar­menn fái flest atkvæði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Danmörku. Þetta kemur fram í spá sem Søren Risbjerg Thomsen, prófessor við háskólann í Árósum, hefur gert og dagblaðið Politiken sagði frá í gær.

Erlent

Neita að hafa aðstoðað dauðafanga við flótta

Meðlimir þýskra samtaka sem berjast gegn dauðarefsingu, neita alfarið að hafa aðstoðað Charles Victor Thompson við að sleppa úr Houston fangelsi í Texas í síðustu viku. Thompson beið aftöku fyrir morð sem hann framdi árið 1998.

Erlent

Mannskæðasti hvirfilbylur í Bandaríkjunum hingað til

Nú er ljóst að 23 manns fórust og meira en 200 manns særðust vegna hvirfilbylsins sem fór yfir suðvesturhluta Indiana fylkis og norðurhluta Kentuckyfylkis í Bandaríkjunum aðfaranótt sunnudags. Fjöldi heimilla eru rústir einar en íbúar í hjólhýsagörðum urðu hvað verst úti.

Erlent

Inflúensufaraldur gæti kostað yfir 33 þúsund milljarða

Mannskæður heimsfaraldur inflúensu gæti kostað ríkustu þjóðir heims allt að 550 milljarða dollara, yfir 33 þúsund milljarða króna, að mati sérfræðinga Alþjóðabankans. Sérfræðingar funda nú í Genf í Sviss til að undirbúa varnir gegn inflúensufaraldri sem óttast er að verði skæður, til dæmis ef fuglaflensa stökkbreytist og berst í mannfólk.

Erlent

Franskir fjölmiðlar gagnrýna stjórnvöld

Franskir fjölmiðlar eru sammála um að engar töfralausnir séu í boði vegna óeirðanna sem hafa geisað í Frakklandi síðustu 11 kvöld. Franskir fjölmiðlar segja stjórnmálamenn hafa brugðist fólki í úthverfunum síðastliðna fjóra áratugi.

Erlent

Segir að pyntingar viðgangist ekki

Bandaríkjaforseti neitar því að pyntingar séu meðal úrræða sem gripið sé til í baráttunni gegn hryðjuverkamönnum. Hann segir hins vegar að Bandaríkin geri allt sem hægt sé til að klekkja á þeim sem vilji þeim illt.

Erlent

Fyrrum forseti Perú handtekinn í dag

Stjórnvöld í Chile handtóku í dag fyrrverandi forseta Perú, Alberto Fujimori, en hann hefur verið eftirlýstur fyrir spillingu og mannréttindabrot síðan hann flúði Perú árið 2000. Fujimori var handtekinn á hóteli í Santiago í Chile en hann hefur dvalist í Japan sem flóttamaður frá árinu 2000.

Erlent

Segir kosningar ekki hafa staðist alþjóðlegar kröfur

Kosningarnar í Aserbaídjan stóðust ekki alþjóðlegar kröfur um lýðræðislegar kosningar þótt nokkrur framþróun hafi orðið frá síðustu kosningum. Þetta segir Öryggis- og samvinnustofnun Evrópu, en fulltrúar hennar fylgdust með kosningunum sem fram fóru um helgina.

Erlent

Maður látinn vegna óeirðanna í París

Maður sem barinn var í óeirðum í úthverfi Parísar á föstudaginn var, lést af sárum sínum á sjúkrahúsi í dag. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Frakklands. Maðurinn hafði legið í dái alla helgina, en hann er sá fyrsti sem deyr í óeirðunum sem staðið hafa yfir 11 kvöld í röð.

Erlent

Íranar rétta fram sáttahönd

Evrópusambandið fer nú yfir nýjar tillögur Írana um að hefja aftur viðræður vegna kjarnorkuáætlunar landsins. Viðræður hafa legið niðri frá því í ágúst en þá höfnuðu Íranar tilboði ESB um ýmiss konar aðstoð á sviði efnahagsmála og stjórnmála gegn því að þeir legðu kjarnorkuáætlun sín á hilluna.

Erlent

Fujimori handtekinn í Chile

Alberto Fujimori, fyrrverandi forseti Perús, var handtekinn í morgun skömmu eftir að hann kom í óvænta heimsókn til Chile. Fujimori er eftirlýstur í heimalandi sínu vegna meintrar spillingar og mannréttindabrota í valdatíð sinni á árunum 1990 til 2000 en hann hefur undanfarin fimm ár verið í útlegð í Japan.

Erlent

Hátt í 400 handteknir í óeirðum í Frakklandi

Rúmlega 1400 bifreiðar voru brenndar og hátt í 400 manns voru handteknir í óeirðum í Frakklandi - elleftu nóttina í röð. Lögregla hefur átt í vök að verjast enda hefur hún bæði verið grýtt og skotið á hana.

Erlent

Mistókst að ráða héraðsstjóra af dögum

Sjálfsmorðsárásarmaður særðist þegar hann reyndi að sprengja sig og bíl sinn í loft upp fyrir utan skriftstofu héraðsstjórans í Helmand-héraði í suðurhluta Afganistans í morgun. Árásin var gerð skömmu fyrir fund leiðtoga í héraðinu en enginn annar en árásarmaðurin særðist.

Erlent

Ásakanir um kosningasvindl í Aserbaídjan

Flokkur Ilhams Alievs, forseta Aserbaídjan, fór með sigur í kosningum sem fram fóru í landinu í gær. Stjórnarandstaðan hefur lýst yfir að kosningasvindl hafi átt sér stað og stefnir á götumómæli vegna kosninganna.

Erlent

Hátt olíuverð dró úr hrefnuveiðum við Noreg

Norskir hrefnuveiðimenn veiddu ekki nema 639 af þeim 796 dýrum, sem heimilt var að veiða í ár, en vertíðinni er lokið. Það þýðir að 157 dýr eru óveidd í ár. Reuters-fréttastofan hefur það eftir norskum hvalveiðimönnum að hátt olíuferð hafi dregið úr sókninni og svo hafi verið þrálát bræla, en skytturnar eiga erfitt með að finna hrefnur í öldugangi.

Erlent

Dóu af völdum görótts drykkjar

Um þrjátíu manns hafa látist og fjöldi manna er á sjúkrahúsi vegna áfengiseitrunar í borginni Magadan í austurhluta Rússlands. Lögreglumenn þar í landi hafa handtekið fjórar konur sem grunaðar eru um að hafa framleitt og selt heimagert áfengi en hald hefur verið lagt á á 1.200 lítra af drykknum.

Erlent

Beittu táragasi þegar landamæri voru opnuð

Pakistanskir lögreglumenn þurftu að beita táragasi til að dreifa hundruðum íbúa í Kasmír sem reyndu að komast yfir landamæri Indlands og Pakistans þegar þau voru opnuð í morgun vegna jarðskjálftans sem skók svæðið fyrir tæpum mánuði.

Erlent

Sautján látnir eftir hvirfilbyl í Indiana

Að minnsta kosti 17 manns fórust í öflugum hvirfilbyl í Suðvestur-Indiana í Bandaríkjunum um helgina. Þá er talið að um 160 manns séu slasaðir en skýstrokkur eyddi hjólhýsabyggð í Evansville þar í landi. Fjöldi fólks missti heimili sín í hvirfilbylnum og er talið að yfir 20 þúsund heimili séu rafmagnslaus.

Erlent