Erlent

Mið- og hægri sveiflu spáð

Útlit er fyrir að jafnaðar­menn fái flest atkvæði í komandi sveitarstjórnarkosningum í Danmörku. Þetta kemur fram í spá sem Søren Risbjerg Thomsen, prófessor við háskólann í Árósum, hefur gert og dagblaðið Politiken sagði frá í gær.

Hins vegar má vænta þess að mið- og hægri flokkarnir nái meirihluta borgar- og bæjarstjórasæta í kosningunum, eða í 50 af þeim 98 sveitarfélögum sem kosið verður í. Danir ganga að kjörborðinu næsta þriðjudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×