Erlent

Sóttu allir sömu moskuna

Áttmenningarnir sem eru í haldi í Danmörku og Bosníu grunaðir um að hafa ætlað að ­fremja hryðjuverk sóttu allir sömu moskuna hjá sama klerkinum. Sá heitir Abu Ahmed og hefur verið undir smásjá lögreglunnar í Danmörku undan­farin misseri.

Í frétt Politiken um helgina er því haldið fram að Abu Ahmed lofi Osama Bin Laden. Hann hefur einnig haldið því fram að morð á Bandaríkjamönnum séu réttlætanleg. Abu Ahmed kveðst í samtali við Politken ekkert kannast við fólkið sem nú er í varðhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×