Erlent

Önnur sprengjuárás á fjórum dögum

Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum.

Erlent

Átta kíló af kókíni gerð upptæk á Kastrup

35 ára gamall Spánverji var handtekinn með átta kíló af kókíni á Kastrup flugvelli í gær. Maðurinn kom með flugvél frá Rio de Janeiro í Brasilíu og var stöðvaður á landgöngubrúnni frá flugvélinni að flugstöðvarbyggingunni. Maðurinn hefur verið dæmdur í 25 ára gæsluvarðhald, þar af 11 daga íeinangrun.

Erlent

Mikil flóð í Kína

Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga. Mikið hefur flætt vegna ofankomu en einnig hefur flætt þar sem snjór og ís hefur bráðnað.

Erlent

Fuglaflensa á Ítalíu og í Grikklandi

Evrópusambandið ætlar að herða eftirlit með svæðum á Ítalíu þar sem hið hættulega H5N1 afbrigði fuglaflensu hefur greinst í villtum fuglum. Flensan hefur einnig greinst í fuglum í Norður-Grikklandi en tilfellin þar og á Ítalíu eru þau fyrstu í ríkjum Evrópusambandsins.

Erlent

Íranar ætla að auðga úran

Íranar ætla að hefja auðgun úrans þann 7. mars næstkomandi. Þeir hafa frestað viðræðum við Rússa um að þeir auðgi fyrir þá úran í Rússlandi og flytji það til Írans. Bandaríkjamenn hafa sagt að það komi ekki til greina að Íranar fái að halda áfram áætlunum sínum og útiloka ekki árásir á landið.

Erlent

Þingkosningar í Póllandi?

Flest bendi til að Kaczynski, forseti Póllands, leysi upp þing landsins og boði til þingkosninga í ræðu sem hann heldur í kvöld. Sú ákvörðun væru svar hans við þeirri ákvörðun þingsins að samþykkti ekki fjárlög þegar greidd voru atkvæði um þau í lok janúar.

Erlent

Mannskæð sprenging í Afganistan

Fjórir bandarískir hermenn féllu þegar sprengja sprakk í Afganistan í dag. Hermennirnir voru við eftirlit í Uruzgan-héraði ásamt afgönskum hersveitum þegar sprengja sprakk undir bíl þeirra með fyrrgreindum afleiðingum.

Erlent

Saddam Hússein lætur ófriðlega í réttarsal

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, var í frestað fram á morgun eftir viðburðarríkan dag í réttarsalnum. Saddam lét þá loks sjá sig eftir nokkurra daga fjarveru en hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda.

Erlent

Snjóbylur í Bandaríkjunum

Mörg þúsund opinberir starfsmenn á austurströnd Bandaríkjanna hafa í dag reynt hvað þeir geta til að koma borgurum til vinnu eftir mesta bylur sem sögur fara af á svæðinu. Borgaryfirvöld í New Yorkhafa meira að segja gripið til þess ráðs að ráða starfsmenn tímabundið með tíu dali á tímann til að moka burt mesta snjónum.

Erlent

Ekkert lát á voðaverkum í Írak

Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun, þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. En í skugganum af hrinu ódæðisverka virðist ný ríkisstjórn loks í sjónmáli í Írak.

Erlent

Saddam með ólæti í réttarsal

Saddam Hússein lét loks sjá sig við réttarhöld yfir honum í morgun. Hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda. Saddam kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði ,,niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð." Ekki er vitað til að honum hafi verið vísað úr réttarsalnum enn sem komið er.

Erlent

Stjórnvöld brugðust rangt við fellibylnum Katrinu

Stjórnvöld brugðust hægt og illa við neyðinni í kjölfar fellibylsins Katrinu sem skall á New Orleans síðastliðið sumar. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar bandaríska þingsins, sem var lekið til fjölmiðla en kemur formlega út á miðvikudaginn.

Erlent

Myndir af indverskum gyðjum vekja reiði

Það eru ekki eingöngu myndibirtingar af Múhameð spámanni sem vekja reiði þessa dagana. Indverskur myndlistarmaður hefur nú þurft að biðjast afsökunar á myndum þar sem Indland var birt í líki naktrar hindúagyðju.

Erlent

Efast um að fuglaflensa verði að heimsfaraldri

Dönsk heilbrigðisyfirvöld draga í efa að fuglaflensan verða að næsta heimsfaraldri eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast. Þetta kemur fram í viðbragðsáætlun sem yfirvöldin hafa sent frá sér og greint er frá í Jótlandspóstinum.

Erlent

Létust þegar sýningarflugvél flaug á hús

Tveir létust þegar lítil sýningarflugvél flaug á hús í úthverfi Roseville í Kaliforníu í gær. Húsið er gjörónýt enda klauf vélin það nánast í tvennt auk þess sem mikill eldur blossaði upp.

Erlent

Sprengdi sig í loft upp innan um fátæka Íraka

Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. Sjö féllu og nærri fimmtíu særðust. Að sögn vitna hafði fólkið safnast saman til að sækja um vikulegan matarstyrk þegar ógæfan dundi yfir.

Erlent

Ofsaveður í New York

Íbúar New York borgar eru hvattir til að halda sig sem mest innandyra í dag vegna ofsaveðurs sem geisað hefur í borginni síðan í gær. Í gærkvöldi var nærri sextíu sentímetra nýfallinn snjór í Central Park, og hafa snjóalög ekki mælst meiri í áratugi í borginni. Þá er hávaðarok og þúsundir heimila hafa verið án rafmagns undanfarinn sólarhring.

Erlent

Ísrael fari af landakortinu fyrr en síðar

Ísrael fer af landakortinu fyrr en síðar með góðu eða illu. Þetta sagði Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans, á fjöldasamkomu í Teheran um helgina. Vestræn ríki yrðu að afmá það sem þau hefðu skapað fyrir sextíu árum, en ef ekki myndu Palestínumenn og fleiri sjá um það fyrir þau.

Erlent

Cheney skaut veiðifélaga sinn

Varaforseti Bandaríkjanna skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni um helgina. Dick Cheney var að veiða kornhænur ásamt félaga sínum í Texas þegar ekki vildi betur til en svo að hann skaut úr haglabyssu í andlit og brjóstkassa auðkýfingsins Harrys Whittingtons sem var með honum að veiðum.

Erlent

Ný ríkisstjórn í sjónmáli í Írak

Ný ríkisstjórn er í sjónmáli í Írak, eftir að bandalag sjía ákvað í gær að tilnefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu síðan í apríl og flest bendir til að svo verði áfram, enda kemur nærri helmingur þingmanna í Írak úr röðum bandalags sjía.

Erlent

Hrottafengnar myndir af ofbeldi breskra hermanna

Myndbandsupptaka sem sýnir breska hermenn misþyrma íröskum unglingum á hrottafenginn hátt hefur vakið athygli og reiði. Breska varnarmálaráðuneytið sver af sér allar sakir og segir rannsókn á málinu þegar hafna.

Erlent

Líðan Sharons óbreytt

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er óbreytt eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær. Sharon veiktist alvarlega í gærmorgun og komu þá í ljós svo alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans að líf hans hékk á bláþræði. Læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem gáfu út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin hefði heppnast vel og líðan forsætisráðherrans væri stöðug

Erlent

Þurfa að kjósa aftur

Útlit er fyrir að boða þurfi til annarrar umferðar í forsetakosningunum á Haítí þar sem enginn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Rene Preval, hægri hönd Jean Bernard Aristide fyrrverandi forseta, hefði unnið yfirburðasigur en þegar 72 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði hann einungis fengið 49,6 prósent þeirra.

Erlent

Hvetja Dani til að yfirgefa Indónesíu

Dönsk stjórnvöld hafa hvatt Dani sem staddir eru í Indónesíu til að yfirgefa landið þegar í stað vegna "eindreginnar og yfirvofandi hættu" eins og það er orðað en mikil reiði ríkir í landinu vegna Múhameðsmyndanna umdeildu. Nokkur hundruð Dani er að finna á helstu ferðamannastöðum Indónesíu og er verið að leita leiða til að koma þeim á brott.

Erlent

Fuglaflensan þokast vestur

Heilbrigðisyfirvöld í þremur Evrópulöndum staðfestu í dag að flensa af H5N1-stofni hefði greinst í þarlendum fuglum. Þessi skæða sótt virðist því feta sig hægt en örugglega vestur á bóginn - og þar með hingað til lands.

Erlent

Rúmlega 66 ára nýbökuð móðir

Elsta mamma í heimi hefur loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Iliescu eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness tóku sér hins vegar góðan tíma í að fara yfir metið og sannreyna aldur hinnar öldruðu móður áður en þeir kváðu upp úrskurð sinn.

Erlent

Ariel Sharon úr lífshættu

Tvísýnt var um líf Ariels Sharons, forsætisráðherra Ísraels, í dag eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans. Hann er nú hins vegar talinn vera úr bráðustu lífshættunni.

Erlent

Ariel Sharon við dauðans dyr

Læknar í Jerúsalem búast ekki við að Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísrael, lifi daginn af. Hann er nú í skurðaðgerð eftir að rannsóknir sýndu alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans.

Erlent