Erlent

Myndir af indverskum gyðjum vekja reiði

HIndúar biðjast fyrir við ána Ganges.
HIndúar biðjast fyrir við ána Ganges. MYND/AP

Það eru ekki eingöngu myndibirtingar af Múhameð spámanni sem vekja reiði þessa dagana. Indverskur myndlistarmaður hefur nú þurft að biðjast afsökunar á myndum þar sem Indland var birt í líki naktrar hindúagyðju.

Indland er oft persónugert á myndum sem hindúagyðja, en málarinn Maqbool Fida Husain særði blygðunarkennd margra hindúa með því að mála gyðjuna klæðlausa. Tveir hópar bókstafstrúaðra hindúa kærðu myndina til lögreglu. Myndina átti að bjóða upp á góðgerðaruppboði sem halda átti til styrktar fórnarlömbum flóðbylgjunnar sem varð fyrir rúmu ári en nú hefur Husain séð sig tilneyddan að draga framlag sitt til baka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×