Erlent Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. Erlent 12.5.2006 09:15 Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. Erlent 12.5.2006 08:45 Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. Erlent 12.5.2006 08:30 Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic. Erlent 12.5.2006 07:45 Bush neitar að tjá sig um hleranir Bandaríkjaforseti neitar að tjá sig um staðhæfingar bandarískra fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um símtöl tuga milljóna Bandaríkjamanna frá árinu 2001. Dagblaðið USA Today staðhæfir að þrjú stærstu símafyrirtæki landsins hafi afhent yfirvöldum upplýsingar um símtöl fólksins. Erlent 12.5.2006 07:30 Boðað til neyðarfundar með Tamíltígrum vegna árásar Yfirstjórn friðargæslunnar á Sri Lanka hefur boðað til neyðarfundar með uppreisnarmönnum Tamíltígra. Friðargæslan sakar tígrana um gróf brot á vopnahléssamkomulaginu frá 2002, nú síðast í gær, með sjálfsmorðsárás á herskip í sem leiddi til dauða 57 manns, að sögn yfirvalda. Erlent 12.5.2006 07:24 Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn hóf útsendingar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er fyrsta stöð sinnar tegundar en markhópurinn er börn yngri en tveggja ára. Erlent 11.5.2006 23:30 Valdamenn spila fótbolta Það voru valdamiklir menn sem spörkuðu á milli sín knetti til styrktar góðu málefni í Vín í Austurríki í dag. Þá var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu þar sem sjö evrópskir forsætisráðherrar og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, létu ljós sitt skína. Erlent 11.5.2006 23:15 Börn mótmæltu við höfuðstöðvar SÞ á Gaza Tugir palestínskra barna reistu tjald fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu í dag til þess að mótmæla því sem þau kalla efnahagslegt umsátur um palestínskt land. Erlent 11.5.2006 23:00 Breska leyniþjónustan þekkti árásarmennina Tveir þeirra fjögurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Lundúnir í fyrra voru undir takmörkuðu eftirliti fyrir árásirnar auk þess sem breska leyniþjónustan hafði hlerað síma þess þriðja. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um árásirnar sem birt var í dag. Erlent 11.5.2006 22:45 Kona og barn myrt í Antwerpen Svo virðist sem kynnþáttafordómar hafi ráðið ferð þegar 18 ára piltur varð svartri konu og barni í hennar gæslu að bana í miðborg Antwerpen í Belgíu í dag. Erlent 11.5.2006 22:25 Norrænir friðargæslumenn í hættu Vopnahlé, sem norrænir eftirlitsmenn fylgjast með á Sri Lanka, er í uppnámi eftir bardaga á sjó og landi í dag. Talið er að minnst 45 hafi fallið. Íslenskur upplýsingafulltrúi norrænu eftirlitssveitanna segir að tveir norrænir eftirlitsmenn hafi verið í hættu, en þá hafi ekki sakað. Erlent 11.5.2006 19:45 Eldsneyti aftur flutt á sjálfsstjórnarsvæðin Ísraelska orkufyrirtækið Dor Alon ætlar að hefja aftur flutning á eldsneyti til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á morgun. Fyrirtækið ákvað að hætta eldsneytisflutningum í gær vegna skulda heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 11.5.2006 15:15 Breskur tölvuhakkari á yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi Breskur tölvuhakkari, hinn fjörtíu ára Gary McKinnon, á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna skemmdarverka á tölvukerfum Bandaríkjahers og NASA sem hann komst sig inn á. Erlent 11.5.2006 07:19 50 manns drepnir í Bagdad Allt að 50 manns eru drepnir í Bagdad, höfuðborg Íraks á hverjum sólarhring. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks, í gær og bað um að blóðbað landinu yrði stöðvað. Árásum hefur fjölgað mikið að undanförnu í Írak en hryðjuverkasamtökin Al Qaida hafa lýst því yfir að þannig verði það uns Bandaríkjamenn eru á bak og burt og samtökin hafa náð fullum völdum. Erlent 11.5.2006 07:05 Börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu vanrækt og misnotuð Bandarísk mannréttindasamtök segja börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu, sem skipta þúsundum, vera vanrækt og misnotuð í miklum mæli. Rúmensk stjórnvöld viðurkenna að eiga í miklum vandræðum með allan þann fjölda barna sem skilin eru eftir við dyr munaðarleysingjahæla og þær aðstæður sem þau búa við en neita þó ásökunum um misnotkun. Erlent 11.5.2006 06:59 Veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússar og Sameinuðu þjóðirnar, kvartettinn svokallaði, hefði ákveðið að veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir að þeir fái það á tilfinninguna að verið sé að refsa þeim fyrir að kjósa Hamas-samtökin í lýðræðislegu kosningum. Erlent 11.5.2006 06:50 Eldflaugum skotið að uppreisnarmönnum á Gaza Ísraelar skutu tveimur eldflaugum á herbúðir uppreisnarmanna í suðurhluta Gaza seint í gærkvöldi. Ekki hafa borist neinar fréttir af mannfalli. Að sögn ísraelskra stjórnvalda var F16 þota send til að eyðileggja byggingu þar sem hryðjuverkamenn eru taldir vera þjálfaðir. Erlent 11.5.2006 06:47 Goldsmith lávarður vill loka Guantanamo fangelsinu Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í gær. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 11.5.2006 06:43 Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. Erlent 10.5.2006 22:45 Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. Erlent 10.5.2006 22:15 Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 10.5.2006 21:54 Segja nýsköpun undirstöðu norræna velferðarkerfisins Alþjóðlegir fjárfestar líta á Noðrulöndin sem svæði í samkeppni við stór lönd og svæði innan Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein sem þeir Kjell Storvik framkvæmdastjóra og Bjørn Tiller ráðgjafa hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðini í grein sem birtist hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv. Erlent 10.5.2006 16:30 Klekar hvetja Íraka til sameiningar Um það bil fimmtíu klerkar kúrda, súnnía og sjía hittust til fundar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag til að ræða hvernig binda megi enda á átök trúarbrota í landinu. Íraksforseti segir að þau hafi kostað rúmlega þúsund Íraka lífið í aprílmánuði einum. Erlent 10.5.2006 16:06 Áttræður fyrrverandi kommúnisti í embætti forseta Ítalska þingið kaus í dag Giorgio Napolitano í embætti forseta landsins. Napolitano er frambjóðandi olívubandalags Romanos Prodis. Þetta var í fjórða sinn sem þingið kaus milli frambjóðenda síðan á mánudag en enginn hafði fengið tilskylinn meirihluta atkvæða sökum þess hve margir þingmenn sátu hjá í fyrstu atkvæðagreiðslunum. Napolitano er áttræður fyrirverandi kommúnisti. Nýr forseti mun veita Prodi umboð til stjórnarmyndunar, en bandalag mið- og vinstir flokka, sem hann fer fyrir vann nauman sigur í ítölsku þingkosningunum í síðasta mánuði. Erlent 10.5.2006 15:18 Börn misnotuð af háttsettum aðilum Brögð eru að því að börn í Líberíu séu kynferðislega misnotuð af hjálparsarfsmönnum, friðargæsluliðum, kennurum og ýmsum háttsettum innfæddum karlmönnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children eða Barnaheilla Bretlandi sem kynnt var nýverið. Erlent 10.5.2006 15:18 Hættir eldsneytisflutningum á Vesturbakka og Gaza-svæðið Ísraelska olíufyrirtækið Dor Energy hefur ákveðið að hætta eldsneytisflutningum á Vesturbakkan og Gaza-svæðið. Fulltrúar fyrirtækisins segja þetta gert vegna skulda Palestínumanna en palestínskir fulltrúar segja þetta auka en á vanda íbúa á þessum svæðum. Erlent 10.5.2006 15:14 Lauk 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Bandarískur karlmaður lauk í gær 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Gangan hófst 10 apríl árið 2005 og sagði maðurinn, Steve Vaught, ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægja með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur. Erlent 10.5.2006 08:15 Dæmdur í lífstíðarfangelsi Þjóðverjinn Arwin Meiwes var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hann kynntist stuttu áður á netinu og lagt hann sér síðan til munns. Meiwes var reyndar dæmdur fyrir verknaðinn fyrir tveimur árum og þá í átta og hálfs árs fangelsi. Erlent 10.5.2006 08:14 semja um frið Samkomulag hefur náðst á milli Hamas og Fatah fylkinganna. Leiðtogi Palestínumanna, Ismail Haniyeh, bað leiðtoga Hamas og Fatah að mæta á sinn fund í Gaza í gær og varði fundurinn í rúma fjóra klukkutíma. Erlent 10.5.2006 07:56 « ‹ ›
Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni. Erlent 12.5.2006 09:15
Bandaríkjamenn hafna beinum samskiptum við Írana Bandaríkjastjórn hafnar öllum beinum samskiptum við yfirvöld í Íran og segir Írana hafa ýmsa möguleika til að komast í samband við yfirvöld vilji þau nýta sér þá. Erlent 12.5.2006 08:45
Upprættu mikla kókaínframleiðslu Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. Erlent 12.5.2006 08:30
Hugmyndir um kaup Fly Me á Sterling Hugmyndir eru uppi um að sænska lággjaldaflugfélagið Fly Me kaupi Sterling flugfélagið sem er í eigu FL Group og jafnvel norska flugfélagið Norwegian. Ager Hansen, sem er næststærsti hluthafi í Fly Me, segir í viðtali við Finansavisen að Finnair komi líka til greina, en það á lágjaldaflugfélagið Fly Nordic. Erlent 12.5.2006 07:45
Bush neitar að tjá sig um hleranir Bandaríkjaforseti neitar að tjá sig um staðhæfingar bandarískra fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um símtöl tuga milljóna Bandaríkjamanna frá árinu 2001. Dagblaðið USA Today staðhæfir að þrjú stærstu símafyrirtæki landsins hafi afhent yfirvöldum upplýsingar um símtöl fólksins. Erlent 12.5.2006 07:30
Boðað til neyðarfundar með Tamíltígrum vegna árásar Yfirstjórn friðargæslunnar á Sri Lanka hefur boðað til neyðarfundar með uppreisnarmönnum Tamíltígra. Friðargæslan sakar tígrana um gróf brot á vopnahléssamkomulaginu frá 2002, nú síðast í gær, með sjálfsmorðsárás á herskip í sem leiddi til dauða 57 manns, að sögn yfirvalda. Erlent 12.5.2006 07:24
Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn Sjónvarpsstöð fyrir ungabörn hóf útsendingar í Bandaríkjunum í dag. Þetta er fyrsta stöð sinnar tegundar en markhópurinn er börn yngri en tveggja ára. Erlent 11.5.2006 23:30
Valdamenn spila fótbolta Það voru valdamiklir menn sem spörkuðu á milli sín knetti til styrktar góðu málefni í Vín í Austurríki í dag. Þá var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu þar sem sjö evrópskir forsætisráðherrar og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, létu ljós sitt skína. Erlent 11.5.2006 23:15
Börn mótmæltu við höfuðstöðvar SÞ á Gaza Tugir palestínskra barna reistu tjald fyrir framan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna á Gaza-svæðinu í dag til þess að mótmæla því sem þau kalla efnahagslegt umsátur um palestínskt land. Erlent 11.5.2006 23:00
Breska leyniþjónustan þekkti árásarmennina Tveir þeirra fjögurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Lundúnir í fyrra voru undir takmörkuðu eftirliti fyrir árásirnar auk þess sem breska leyniþjónustan hafði hlerað síma þess þriðja. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um árásirnar sem birt var í dag. Erlent 11.5.2006 22:45
Kona og barn myrt í Antwerpen Svo virðist sem kynnþáttafordómar hafi ráðið ferð þegar 18 ára piltur varð svartri konu og barni í hennar gæslu að bana í miðborg Antwerpen í Belgíu í dag. Erlent 11.5.2006 22:25
Norrænir friðargæslumenn í hættu Vopnahlé, sem norrænir eftirlitsmenn fylgjast með á Sri Lanka, er í uppnámi eftir bardaga á sjó og landi í dag. Talið er að minnst 45 hafi fallið. Íslenskur upplýsingafulltrúi norrænu eftirlitssveitanna segir að tveir norrænir eftirlitsmenn hafi verið í hættu, en þá hafi ekki sakað. Erlent 11.5.2006 19:45
Eldsneyti aftur flutt á sjálfsstjórnarsvæðin Ísraelska orkufyrirtækið Dor Alon ætlar að hefja aftur flutning á eldsneyti til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á morgun. Fyrirtækið ákvað að hætta eldsneytisflutningum í gær vegna skulda heimastjórnar Palestínumanna. Erlent 11.5.2006 15:15
Breskur tölvuhakkari á yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi Breskur tölvuhakkari, hinn fjörtíu ára Gary McKinnon, á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna skemmdarverka á tölvukerfum Bandaríkjahers og NASA sem hann komst sig inn á. Erlent 11.5.2006 07:19
50 manns drepnir í Bagdad Allt að 50 manns eru drepnir í Bagdad, höfuðborg Íraks á hverjum sólarhring. Þetta sagði Jalal Talabani, forseti Íraks, í gær og bað um að blóðbað landinu yrði stöðvað. Árásum hefur fjölgað mikið að undanförnu í Írak en hryðjuverkasamtökin Al Qaida hafa lýst því yfir að þannig verði það uns Bandaríkjamenn eru á bak og burt og samtökin hafa náð fullum völdum. Erlent 11.5.2006 07:05
Börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu vanrækt og misnotuð Bandarísk mannréttindasamtök segja börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu, sem skipta þúsundum, vera vanrækt og misnotuð í miklum mæli. Rúmensk stjórnvöld viðurkenna að eiga í miklum vandræðum með allan þann fjölda barna sem skilin eru eftir við dyr munaðarleysingjahæla og þær aðstæður sem þau búa við en neita þó ásökunum um misnotkun. Erlent 11.5.2006 06:59
Veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússar og Sameinuðu þjóðirnar, kvartettinn svokallaði, hefði ákveðið að veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir að þeir fái það á tilfinninguna að verið sé að refsa þeim fyrir að kjósa Hamas-samtökin í lýðræðislegu kosningum. Erlent 11.5.2006 06:50
Eldflaugum skotið að uppreisnarmönnum á Gaza Ísraelar skutu tveimur eldflaugum á herbúðir uppreisnarmanna í suðurhluta Gaza seint í gærkvöldi. Ekki hafa borist neinar fréttir af mannfalli. Að sögn ísraelskra stjórnvalda var F16 þota send til að eyðileggja byggingu þar sem hryðjuverkamenn eru taldir vera þjálfaðir. Erlent 11.5.2006 06:47
Goldsmith lávarður vill loka Guantanamo fangelsinu Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í gær. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 11.5.2006 06:43
Minnisvarði veitir upplýsingar Fornleifafræðingar í Mexíkó hafa fundið minnisvarða höggvinn úr steindranga í norður hluta landsins. Hann gæti veitt nýjar upplýsingar um eina elstu þjóðmenningu álfunnar. Erlent 10.5.2006 22:45
Sirkusfílar á vappi í Svíþjóð Það voru sirkusfílar sem mættu þeim sem áttu leið um nálægt vænum Väsby í Svíþjóð í gærkvöldi. Verið var að ferja fílana með flutningbíl þegar ökumaður missti bílinn útaf veginum þar sem hann valt síðan. Erlent 10.5.2006 22:15
Ríkislögmaður Breta vill að Guantanamo fangelsinu verði lokað Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í dag. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Erlent 10.5.2006 21:54
Segja nýsköpun undirstöðu norræna velferðarkerfisins Alþjóðlegir fjárfestar líta á Noðrulöndin sem svæði í samkeppni við stór lönd og svæði innan Evrópu, Asíu og Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í grein sem þeir Kjell Storvik framkvæmdastjóra og Bjørn Tiller ráðgjafa hjá Norrænu nýsköpunarmiðstöðini í grein sem birtist hjá norska dagblaðinu Dagens Næringsliv. Erlent 10.5.2006 16:30
Klekar hvetja Íraka til sameiningar Um það bil fimmtíu klerkar kúrda, súnnía og sjía hittust til fundar í Bagdad, höfuðborg Íraks, í dag til að ræða hvernig binda megi enda á átök trúarbrota í landinu. Íraksforseti segir að þau hafi kostað rúmlega þúsund Íraka lífið í aprílmánuði einum. Erlent 10.5.2006 16:06
Áttræður fyrrverandi kommúnisti í embætti forseta Ítalska þingið kaus í dag Giorgio Napolitano í embætti forseta landsins. Napolitano er frambjóðandi olívubandalags Romanos Prodis. Þetta var í fjórða sinn sem þingið kaus milli frambjóðenda síðan á mánudag en enginn hafði fengið tilskylinn meirihluta atkvæða sökum þess hve margir þingmenn sátu hjá í fyrstu atkvæðagreiðslunum. Napolitano er áttræður fyrirverandi kommúnisti. Nýr forseti mun veita Prodi umboð til stjórnarmyndunar, en bandalag mið- og vinstir flokka, sem hann fer fyrir vann nauman sigur í ítölsku þingkosningunum í síðasta mánuði. Erlent 10.5.2006 15:18
Börn misnotuð af háttsettum aðilum Brögð eru að því að börn í Líberíu séu kynferðislega misnotuð af hjálparsarfsmönnum, friðargæsluliðum, kennurum og ýmsum háttsettum innfæddum karlmönnum. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu samtakanna Save the Children eða Barnaheilla Bretlandi sem kynnt var nýverið. Erlent 10.5.2006 15:18
Hættir eldsneytisflutningum á Vesturbakka og Gaza-svæðið Ísraelska olíufyrirtækið Dor Energy hefur ákveðið að hætta eldsneytisflutningum á Vesturbakkan og Gaza-svæðið. Fulltrúar fyrirtækisins segja þetta gert vegna skulda Palestínumanna en palestínskir fulltrúar segja þetta auka en á vanda íbúa á þessum svæðum. Erlent 10.5.2006 15:14
Lauk 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Bandarískur karlmaður lauk í gær 4800 kílómetra göngu frá Kaliforníu til New York. Gangan hófst 10 apríl árið 2005 og sagði maðurinn, Steve Vaught, ástæðuna fyrir þessum óvenju langa göngutúr vera óánægja með eigin líkama og líðan en hann hafði lengi verið þunglyndur. Erlent 10.5.2006 08:15
Dæmdur í lífstíðarfangelsi Þjóðverjinn Arwin Meiwes var í gær dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa drepið mann sem hann kynntist stuttu áður á netinu og lagt hann sér síðan til munns. Meiwes var reyndar dæmdur fyrir verknaðinn fyrir tveimur árum og þá í átta og hálfs árs fangelsi. Erlent 10.5.2006 08:14
semja um frið Samkomulag hefur náðst á milli Hamas og Fatah fylkinganna. Leiðtogi Palestínumanna, Ismail Haniyeh, bað leiðtoga Hamas og Fatah að mæta á sinn fund í Gaza í gær og varði fundurinn í rúma fjóra klukkutíma. Erlent 10.5.2006 07:56