Erlent

Breskur tölvuhakkari á yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi

Breskur tölvuhakkari, hinn fjörtíu ára Gary McKinnon, á yfir höfði sér langan fangelsisdóm vegna skemmdarverka á tölvukerfum Bandaríkjahers og NASA sem hann komst sig inn á.

Breskur dómari ákvað í gær að McKinnon yrði sendur til Bandaríkjanna þar sem réttað verður yfir honum vegna málsins. McKinnon sagðist í gær aldrei hafa ætlað að skemma neitt, heldur vildi hann aðeins verða sér úti um upplýsingar um geimverur og fljúgandi furðuhluti.

Hvort sem það er satt eða logið á hann yfir höfði sér allt að sjötíu ára fangelsi, verði hann fundinn sekur en Bandaríkjastjórn segir skemmdir sem McKinnon hafi unnið á tölvukerfum þeirra nemi allt að 700 þúsund dollurum eða fimmtíu milljónum króna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×