Erlent

Prestur dæmdur fyrir að myrða nunnu

Gerald Robinson hlýðir ásamt lögmanni sínum á úrskurð dómara í Ohio í gær.
Gerald Robinson hlýðir ásamt lögmanni sínum á úrskurð dómara í Ohio í gær. MYND/AP

Bandarískur prestur var í gær dæmdur í 15 ára til lífstíðarfangelsi fyrir að hafa myrt nunnu árið 1980. Gerald Robinson hafði lengi unnið með Margaret Ann Pahl en hún var stungin til bana alls 31 sinni.

Robinson var handtekinn eftir að bréfahnífur sem talinn er vera morðvopnið fannst í herbergi hans. Ekki er vitað hver ástæðan fyrir morðinu var. Lögmenn prestsins, sem sýndi engin viðbrögð þegar úrskurður var lesinn upp, segja DNA-rannsóknir ekki sanna að hann hafi myrt hana. Kviðdómendur tóku sér sex klukkustundir til að komast að niðurstöðu en talið er að dómnum verði áfrýjað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×