Erlent

Breska leyniþjónustan þekkti árásarmennina

John Reid, innanríkisráðherra.
John Reid, innanríkisráðherra. MYND/AP

Tveir þeirra fjögurra hryðjuverkamanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á Lundúnir í fyrra voru undir takmörkuðu eftirliti fyrir árásirnar auk þess sem breska leyniþjónustan hafði hlerað síma þess þriðja. Þetta kemur fram í skýrslu þingnefndar um árásirnar sem birt var í dag.

Í skýrslunni segir að hjá leyniþjónustunni hafi önnur verkefni gengið fyrir. Mestu hafi skipt að takast á við þekkta hryðjuverkaógn. Þess vegna hafi mennirnir, sem áttu þátt í árásinni sem var 52 að bana, aldrei teknir til athugunar. Skýrsluhöfundar segja að samkvæmt upplýsingum sem þeir hafi verið látnar í té sé það skiljanlegt að mennirnir hafi ekki verið undir frekara eftirliti. Ef frekara frjármagn hefði verið fáanlegt til handa leyniþjónustunni hefði hugsanlega verið hægt að koma í veg fyrir árásirnar.

Samkvæmt upplýsingum frá leyniþjónustunni voru á skrá hjá þeim um 800 meintir al Kaída liðar sem gætu gripið til örþrifaráða á hverri stundu. Þeir eru nú sagðir um 1000. Þar sem það þurfi tugi manna til að fylgjast með einum sé deginum ljósar að leyniþjónustan hafi ekki mannskap til að fylgjast með þeim öllum.

Nefndin telur ekki líklegt að annar maður hafi komið að skipulagningu árásarinnar en þeir fjórir sem vitað er að hafi framkvæmt hana. Einnig sé ekkert sem bendi til að árásin sem gerð var tveimur vikum síðar tengist þeirri fyrri. Þess er getið sérstaklega í skýrslunni að síðan árásirnar voru gerð í fyrra hafi leyniþjónustunni tekist að koma í veg fyrir þrjár hryðjuverkaárásir.

John Reid, innanríkisráðherra, sagði á þingi í dag að engar frekari opinberar rannsóknir yrðu gerðar á málinu. Þetta sætta stjórnarandstöðu þingmenn og ættingjar þeirra sem létu lífið sig ekki við og krefjast þess að óháð rannsókn þegar látin fara fram.

David Davis, sem fer með innanríkismál hjá Íhaldsflokknum, tekur undir þessar kröfur og segir of mörgum spurningum ósvarað í skýrslunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×