Erlent

Veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð

Kofi Annan, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, sagði á blaðamannafundi í gærkvöld að Bandaríkin, Evrópusambandið, Rússar og Sameinuðu þjóðirnar, kvartettinn svokallaði, hefði ákveðið að veita Palestínumönnum tímabundna neyðaraðstoð til að koma í veg fyrir að þeir fái það á tilfinninguna að verið sé að refsa þeim fyrir að kjósa Hamas-samtökin í lýðræðislegu kosningum. Ismail Haniyeh, forsætisráðherra heimastjórnar Hamas-samtakanna, lýsti yfir efasemdum um samkomulagið í gær og sagði það miða að því að neyða heimastjórnina til að fallast á eftirgjafir sem muni skaða málstað Palestínumanna. En hingað til hafa þeir neitað að taka af stefnuskrá sinn að eyða Ísraelsríki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×