Erlent

Kona og barn myrt í Antwerpen

Svo virðist sem kynnþáttafordómar hafi ráðið ferð þegar 18 ára piltur varð svartri konu og barni í hennar gæslu að bana í miðborg Antwerpen í Belgíu í dag.

Konan vann sem húshjálp á heimili í borginni og var á göngu með barn vinnuveitenda sinna þegar maðurinn skaut á þau með fyrrgreindum afleiðingum. Önnur kona af tyrkneskum uppruna særðist einnig lífshættulega í árásinni.

Lögregla skaut á ódæðismanninn og særði hann áður en honum tókst að koma sér undan. Maðurinn tengdist fórnarlömbum sínum ekki á nokkurn hátt og hefur ekki fyrr komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×