Erlent

Bush neitar að tjá sig um hleranir

MYND/AP

Bandaríkjaforseti neitar að tjá sig um staðhæfingar bandarískra fjölmiðla þess efnis að Bandaríkjastjórn hafi safnað upplýsingum um símtöl tuga milljóna Bandaríkjamanna frá árinu 2001. Dagblaðið USA Today staðhæfir að þrjú stærstu símafyrirtæki landsins hafi afhent yfirvöldum upplýsingar um símtöl fólksins.

Bush sagði á fundi með blaðamönnum í gær að einkalíf almennra Bandaríkjamanna væri mjög vel verndað og að yfirvöld fylgdust ekki með milljónum saklausra borgara. Þá sagði hann allar hleranir stjórnarinnar fullkomlega löglegar og að þær beindust eingöngu að starfsemi al Qaeda samtakanna og þekktra liðsmanna þeirra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×