Erlent

Eldflaugum skotið að uppreisnarmönnum á Gaza

Ísraelar skutu tveimur eldflaugum á herbúðir uppreisnarmanna í suðurhluta Gaza seint í gærkvöldi. Ekki hafa borist neinar fréttir af mannfalli. Að sögn ísraelskra stjórnvalda var F16 þota send til að eyðileggja byggingu þar sem hryðjuverkamenn eru taldir vera þjálfaðir.

Eldflaugarnar lentu þó ekki á byggingunni, heldur á jörðinni. Ísraelsstjórn tilkynnti hins vegar í gærkvöld að hún sé tilbúin að afhenta yfirvöldum á palestínsku sjálfstjórnarsvæðunum það fjármagn sem hún hefur innheimt af þeim í skatta- og tollagreiðslur en yfirvöld í Ísrael hafa hingað til neitað að standa Palestínumönnum skil á slíkum greiðslum frá því Hamas-samtökin unnu mikinn kosningasigur á svæðunum í janúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×