Erlent

Valdamenn spila fótbolta

MYND/AP

Það voru valdamiklir menn sem spörkuðu á milli sín knetti til styrktar góðu málefni í Vín í Austurríki í dag.

Þá var efnt til góðgerðarleiks í knattspyrnu þar sem sjö evrópskir forsætisráðherrar og Jose Manuel Barroso, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, létu ljós sitt skína.

Meðal þjóðarleiðtoganna voru Wolfgang Schussel, kanslari Austurríkis, Tayyip Erdogan forsætisráðherra Tyrklands, Janez Jansa, forsætiráðherra Slóveníu, og Sergei Stanishev, forsætisráðherra Búlgaríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×