Erlent

Eldsneyti aftur flutt á sjálfsstjórnarsvæðin

Svona var umhorf á bensínstöð í Ramallah á Vesturbakkanum í gær.
Svona var umhorf á bensínstöð í Ramallah á Vesturbakkanum í gær. MYND/AP

Ísraelska orkufyrirtækið Dor Alon ætlar að hefja aftur flutning á eldsneyti til sjálfsstjórnarsvæða Palestínumanna á morgun.

Fyrirtækið ákvað að hætta eldsneytisflutningum í gær vegna skulda heimastjórnar Palestínumanna.

Talsmaður palestínskra yfirvalda segir að samkomulag hafi náðst við orkufyrirtækið eftir að Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sendi forsvarsmönnum þess bréf þar sem hann hét því að greiðslur yrðu inntar af hendi innan 10 daga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×