Erlent

Goldsmith lávarður vill loka Guantanamo fangelsinu

Guantanamo fangelsið á Kúbu kemur óorði á frelsishefð Bandaríkjamanna og ætti að loka. Þetta sagði Goldsmith lávarður, ríkislögmaður Breta í ræðu í gær. Hann sagði tilvist fangelsisins óásættanlega. Ríkislögmaður gengur þarna lengra en Tony Blair, forsætisráðherra.

Talsmaður hans segir tilvist fangelsisins vissulega vandamál þar sem bandarísk stjórnvöld telji marga fanga þar hættulega og ekki hægt að sleppa þeim.

Aðeins tíu fangar af tæplega fimm hundruð í Guantanamo fangelsinu hafa verið ákærðir fyrir stríðsglæpi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×