Erlent

Upprættu mikla kókaínframleiðslu

Fíkniefnalögreglan í Kólumbíu réðst í gær til atlögu á kókaínframleiðslufyrirtæki þar sem hvorki meira né minna en þrjú tonn af kókaíni eru framleidd í hverjum mánuði. Kólumbía er það land þar sem mest er framleitt af kókaíni í öllum heiminum og eru 90 prósent efnisins sem selt er í Bandaríkjunum, frá Kólumbíu. Enginn særðist í átökunum að þessu sinni en ríkisstjórnin hefur að undanförnu barist hart gegn eiturlyfjahringjum í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×