Erlent

Börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu vanrækt og misnotuð

Bandarísk mannréttindasamtök segja börn á munaðarleysingjahælum í Rúmeníu, sem skipta þúsundum, vera vanrækt og misnotuð í miklum mæli.

Rúmensk stjórnvöld viðurkenna að eiga í miklum vandræðum með allan þann fjölda barna sem skilin eru eftir við dyr munaðarleysingjahæla og þær aðstæður sem þau búa við en neita þó ásökunum um misnotkun. Mikil fátækt ríkir í Rúmeníu og er stór hluti þeirra barna sem er á hælum þessum fatlaður en talið er að foreldrar þeirra hafi einfaldlega ekki efni á að halda þeim.

Mannréttindasamtök segja munaðarlaus börn gríðarlegt vandamál í allri Austur Evrópu enda fátæktin mikil. Stjórnvöld verði þó að bregðast við vandanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×