Erlent Eldur laus í flutningalest á Stórabeltisbrú Loka þurfti öðru lestarsporinu yfir Stórabeltisbrú milli Fjóns og Sjálands í Danmörku í morgun eftir að eldur kom upp í flutningalest. Það var vörubílstjóri sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni. Erlent 24.8.2007 09:49 Saka stjórnvöld í Úganda um ýta undir andúð gegn samkynhneigð Alþjóðleg mannréttindarsamtök hafa sakað stjórnvöld í Úganda um að ýta undir andúð gegn samkynhneigðum þar í landi. Samkynhneigð er refisverð í Úganda samkvæmt lögum sem voru samþykkt á meðan landið var enn bresk nýlenda. Árið 1990 voru refsiákvæði laganna þó hert til muna. Erlent 24.8.2007 08:49 Tuttugu láta lífið í átökum í Bagdad Að minnsta kosti tíu létu lífið og tuttugu særðust í átökum milli bandarískra hermanna og herskárra múslima í Bagdad í morgun. Bandarískar herþyrlur hófu skothríða á meðan almennir borgarar sváfu á húsþökum vegna mikilla hita þar í landi. Erlent 24.8.2007 08:03 Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram á tyrneska þinginu í dag. Talið er nánast öruggt að Abdullah Gul, frambjóðandi AK flokksins, beri sigur úr býtum. Erlent 24.8.2007 07:58 Lögreglan í Bretlandi leitar enn að morðingja Rhys Jones Breska lögreglan hefur sleppt tveimur unglingspiltum úr haldi sem handteknir voru í gær grunaðir um að hafa myrt hinn 11 ára Rhys Jones. Morðið hefur vakið upp mikinn óhug í Bretlandi. Erlent 24.8.2007 07:22 Dean heldur áfram að valda skaða Að minnsta kosti sextíu þúsund manns eru enn í neyðarskýlum í Mexíkó eftir að fellibylurinn Dean gekk þar yfir á miðvikudaginn. Fjórir fundust látnir í gær og hafa því alls 25 látið lífið af völdum fellibylsins. Erlent 24.8.2007 07:18 Suður-Kóreumenn veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð Suður kóresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð upp á tæpa 2,6 milljarða króna vegna mikilla flóða sem hafa geysað í landinu. Erlent 24.8.2007 07:01 Áttatíu námuverkamanna saknað í Kína Að minnsta kosti áttatíu námuverkamanna er saknað eftir að vatn flæddi inn í námur í suðvesturhluta Kína í gærkvöldi. Um tvö hundruð björgunarmenn reyna nú að dæla vatni úr námunum en mikil flóð hafa verið á svæðinu. Erlent 24.8.2007 06:58 Viðræður um stjórnarmyndun standa tæpt Tilraunir Yves Leterme, leiðtoga kristilegra demókrata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsríkisstjórn hengu á bláþræði í gær, eftir að ekki tókst samkomulag þrátt fyrir að reynt hefði verið til þrautar að leysa síðustu ágreiningsmálin á fundi sem stóð fram á morgun. Erlent 24.8.2007 04:45 Fangar myrtu 25 meðfanga Hópur fanga í Minas Gerais í Brasilíu lokuðu hóp andstæðinga sinna inni í fangaklefa og báru eld að dýnum þar inni. Tuttugu og fimm fangar létu lífið. Erlent 24.8.2007 04:30 Smit dreifist sífellt hraðar Á síðasta ári ferðaðist 2,1 milljarður manna með flugvélum um jörðina. Þetta gerir það að verkum að smitsjúkdómar dreifast hraðar milli manna en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Erlent 24.8.2007 03:00 Sagt of blóðugt fyrir börnin Spænska ríkissjónvarpið hefur hljóðlega hætt að senda út beint frá nautaati og rýfur þar með hefð sem staðið hefur allt frá því fyrstu tilraunasjónvarpsútsendingarnar hófust í landinu árið 1948. Er það gert á þeirri forsendu að hið blóðuga sjónarspil sé of ofbeldisfullt fyrir barnunga áhorfendur. Erlent 24.8.2007 02:30 Prófraun fyrir Garcia forseta upp á 8 á Richter sem lagði bæi í Suður-Perú í rúst í síðustu viku er fyrsta stóra prófraunin á forsetatíð Alans Garcia, eins helsta bandamanns George W. Bush Bandaríkjaforseta í Suður-Ameríku. Erlent 24.8.2007 01:00 Biður hóstandi um hjálp Þýskur verkfræðingur, sem talibanar í Afganistan hafa haldið í gíslingu í meira en mánuð, birtist í myndbandsupptöku sem sýnd var í afgönsku sjónvarpi í gær. Í upptökunni biðst hann hjálpar, hóstandi og haldandi fyrir brjóstið. Erlent 24.8.2007 00:30 Tóku stýrið af á 100 km hraða Nokkrir ungir Danir gerðu sér leik að því að skrúfa stýrið af bíl sem þeir óku á 100 km hraða, taka myndir af öllu saman og setja myndskeiðið á netið án þess að gera skráningarnúmer bílsins óþekkjanlegt. Lögreglan brást skjótt við. Erlent 24.8.2007 00:00 Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57 Björgunarhringurinn þurrkaður af Sarkozy Franska tímaritið Paris Match hefur orðið uppvíst að því að falsa myndir af Sarkozy forseta Frakklands. Myndir sem birtust af forsetanum róa á kajak í sumarfríi í Bandaríkjunum sýna örlítinn björgunarhring um mitti forsetans, sem vart er í frásögur færandi, en Sarkozy er 52 ára. Erlent 23.8.2007 18:19 Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Erlent 23.8.2007 18:03 Skotinn og fangelsaður í Danmörku Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Erlent 23.8.2007 15:21 Tíu milljón ára gamlar tennur Níu steingerðar tennur sem fundist hafa í Eþíópíu virðast vera úr áður óþekktri tegund risaapa. Steingervingarnir eru um 10 milljón ára gamlir og hefur skepnan verið nefnd Chororapithecus abyssinicus. Erlent 23.8.2007 15:19 Velja flottasta bossa í heimi Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi. Erlent 23.8.2007 14:30 Æstur múgur ræðst á lögreglumenn Hópur manna réðst að sex frönskum lögreglumönnum á flugvelli í Gíneu þegar þeir voru að flytja ólöglega innflytjendur frá Frakklandi. Sparkað var í mennina og þeir kýldir með þeim afleiðingum að þeir mörðust illa og hlutu skrámur í andliti. Árásarmennirnir voru að mótmæla harðri stefnu franskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum. Erlent 23.8.2007 12:59 Innflutningssbanni á breskar landbúnaðarvörur aflétt Evrópusambandið hefur ákveðið að aflétta banni á innflutningi á bresku nautakjöti, mjólkurafurðum og lifandi skepnum. Bannið mun þó gilda áfram um afurðir frá Surrey. Evrópusambandið setti bannið á eftir að gin- og klaufaveiki greindist í nautgripum í Surrey á Englandi. Erlent 23.8.2007 11:23 Rændu foreldrunum en skildu börnin eftir Óprúttnir menn vopnaðir skambyssum réðust inn á heimili fjögurra manna fjölskyldu í bænum Ganlöse í Danmörku í nótt og höfðu húsráðendur á brott með sér. Mennirnir létu hins vegar tvö sofandi ungabörn á heimilinu í friði. Þeir skeyttu engu um það þó að móðir barnanna grátbæði um að fá að vera eftir til að passa upp á börnin. Erlent 23.8.2007 10:36 Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Erlent 23.8.2007 10:30 Telja að Madeleine hafi látist af slysförum Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta. Erlent 23.8.2007 09:57 Myndband af þýskum gísl sent fjölmiðlum Ræningjar þýsks verkfræðings sem rænt var í Afganistan fyrir rúmum mánuði sendu fjölmiðlum í gær myndband með manninum. Þar biðlar maðurinn til þýskra stjórnvalda um að þau dragi herlið sitt í Afganistan til baka til að honum verði sleppt. Verkfræðingurinn er hjartveikur og í myndbandinu segist hann einungis eiga eftir þriggja daga skammt af hjartalyfi sínu. Erlent 23.8.2007 09:07 Tveir unglingspiltar handteknir grunaðir um morð Breska lögreglan handtók í morgun tvo unglingspilta sem grunaðir eru um að hafa myrt hinn 11 ára gamla Rhys Jones í Liverpool í gær. Hinir handteknu eru á 15. og 19. aldursári. Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. Erlent 23.8.2007 08:32 Demókratar gagnrýna ræðu Bush um Íraksstríðið Leiðtogar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Bush bandaríkjaforseta harðlega fyrir ræðu sem hann hélt um Íraksstríðið í gær. Í ræðunni líkti Bush stríðinu í Írak við Víetnamstríðið. Erlent 23.8.2007 08:03 Tveir létu lífið í gær af völdum Dean Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar fellibylurinn Dean gekk yfir austurströnd Mexíkó í gær. Alls hafa því nítján manns látið lífið af völdum fellibylsins. Erlent 23.8.2007 07:10 « ‹ ›
Eldur laus í flutningalest á Stórabeltisbrú Loka þurfti öðru lestarsporinu yfir Stórabeltisbrú milli Fjóns og Sjálands í Danmörku í morgun eftir að eldur kom upp í flutningalest. Það var vörubílstjóri sem gerði lestarstjóranum viðvart um að kviknað væri í lestinni. Erlent 24.8.2007 09:49
Saka stjórnvöld í Úganda um ýta undir andúð gegn samkynhneigð Alþjóðleg mannréttindarsamtök hafa sakað stjórnvöld í Úganda um að ýta undir andúð gegn samkynhneigðum þar í landi. Samkynhneigð er refisverð í Úganda samkvæmt lögum sem voru samþykkt á meðan landið var enn bresk nýlenda. Árið 1990 voru refsiákvæði laganna þó hert til muna. Erlent 24.8.2007 08:49
Tuttugu láta lífið í átökum í Bagdad Að minnsta kosti tíu létu lífið og tuttugu særðust í átökum milli bandarískra hermanna og herskárra múslima í Bagdad í morgun. Bandarískar herþyrlur hófu skothríða á meðan almennir borgarar sváfu á húsþökum vegna mikilla hita þar í landi. Erlent 24.8.2007 08:03
Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna í dag Önnur umferð tyrknesku forsetakosninganna fer fram á tyrneska þinginu í dag. Talið er nánast öruggt að Abdullah Gul, frambjóðandi AK flokksins, beri sigur úr býtum. Erlent 24.8.2007 07:58
Lögreglan í Bretlandi leitar enn að morðingja Rhys Jones Breska lögreglan hefur sleppt tveimur unglingspiltum úr haldi sem handteknir voru í gær grunaðir um að hafa myrt hinn 11 ára Rhys Jones. Morðið hefur vakið upp mikinn óhug í Bretlandi. Erlent 24.8.2007 07:22
Dean heldur áfram að valda skaða Að minnsta kosti sextíu þúsund manns eru enn í neyðarskýlum í Mexíkó eftir að fellibylurinn Dean gekk þar yfir á miðvikudaginn. Fjórir fundust látnir í gær og hafa því alls 25 látið lífið af völdum fellibylsins. Erlent 24.8.2007 07:18
Suður-Kóreumenn veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð Suður kóresk stjórnvöld hafa ákveðið að veita Norður-Kóreumönnum neyðaraðstoð upp á tæpa 2,6 milljarða króna vegna mikilla flóða sem hafa geysað í landinu. Erlent 24.8.2007 07:01
Áttatíu námuverkamanna saknað í Kína Að minnsta kosti áttatíu námuverkamanna er saknað eftir að vatn flæddi inn í námur í suðvesturhluta Kína í gærkvöldi. Um tvö hundruð björgunarmenn reyna nú að dæla vatni úr námunum en mikil flóð hafa verið á svæðinu. Erlent 24.8.2007 06:58
Viðræður um stjórnarmyndun standa tæpt Tilraunir Yves Leterme, leiðtoga kristilegra demókrata í flæmska hluta Belgíu, til að mynda nýja sambandsríkisstjórn hengu á bláþræði í gær, eftir að ekki tókst samkomulag þrátt fyrir að reynt hefði verið til þrautar að leysa síðustu ágreiningsmálin á fundi sem stóð fram á morgun. Erlent 24.8.2007 04:45
Fangar myrtu 25 meðfanga Hópur fanga í Minas Gerais í Brasilíu lokuðu hóp andstæðinga sinna inni í fangaklefa og báru eld að dýnum þar inni. Tuttugu og fimm fangar létu lífið. Erlent 24.8.2007 04:30
Smit dreifist sífellt hraðar Á síðasta ári ferðaðist 2,1 milljarður manna með flugvélum um jörðina. Þetta gerir það að verkum að smitsjúkdómar dreifast hraðar milli manna en nokkru sinni fyrr, að því er fram kemur í nýrri ársskýrslu Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, WHO. Erlent 24.8.2007 03:00
Sagt of blóðugt fyrir börnin Spænska ríkissjónvarpið hefur hljóðlega hætt að senda út beint frá nautaati og rýfur þar með hefð sem staðið hefur allt frá því fyrstu tilraunasjónvarpsútsendingarnar hófust í landinu árið 1948. Er það gert á þeirri forsendu að hið blóðuga sjónarspil sé of ofbeldisfullt fyrir barnunga áhorfendur. Erlent 24.8.2007 02:30
Prófraun fyrir Garcia forseta upp á 8 á Richter sem lagði bæi í Suður-Perú í rúst í síðustu viku er fyrsta stóra prófraunin á forsetatíð Alans Garcia, eins helsta bandamanns George W. Bush Bandaríkjaforseta í Suður-Ameríku. Erlent 24.8.2007 01:00
Biður hóstandi um hjálp Þýskur verkfræðingur, sem talibanar í Afganistan hafa haldið í gíslingu í meira en mánuð, birtist í myndbandsupptöku sem sýnd var í afgönsku sjónvarpi í gær. Í upptökunni biðst hann hjálpar, hóstandi og haldandi fyrir brjóstið. Erlent 24.8.2007 00:30
Tóku stýrið af á 100 km hraða Nokkrir ungir Danir gerðu sér leik að því að skrúfa stýrið af bíl sem þeir óku á 100 km hraða, taka myndir af öllu saman og setja myndskeiðið á netið án þess að gera skráningarnúmer bílsins óþekkjanlegt. Lögreglan brást skjótt við. Erlent 24.8.2007 00:00
Litlar risaeðlur sneggri Litlar risaeðlur voru fótfrárri en þær stærri og gætu stungið strút af. Þetta er niðurstaða breskra vísindamann sem hafa rannsakað spretthraða þessara forsögulegu dýra. Erlent 23.8.2007 18:57
Björgunarhringurinn þurrkaður af Sarkozy Franska tímaritið Paris Match hefur orðið uppvíst að því að falsa myndir af Sarkozy forseta Frakklands. Myndir sem birtust af forsetanum róa á kajak í sumarfríi í Bandaríkjunum sýna örlítinn björgunarhring um mitti forsetans, sem vart er í frásögur færandi, en Sarkozy er 52 ára. Erlent 23.8.2007 18:19
Bráðnun hafíss opnar leið milli Asíu og Evrópu Vísindamenn telja að á næstu árum muni siglingaleiðin milli Evrópu og Asíu styttast um þriðjung, þegar Norðurskautsísinn bráðnar og hægt verður að sigla norður fyrir Kanada að sumarlagi. Frumbyggjar í norðurhéruðum Kanada segjast þegar finna fyrir hlýnun jarðar. Erlent 23.8.2007 18:03
Skotinn og fangelsaður í Danmörku Maður sem danskir lögregluþjónar skutu eftir að hann hafði sært tvo þeirra með hnífi, hefur verið úrskurðaður í hálfs mánaðar gæsluvarðhald. Lögregluþjónarnir höfðu verið sendir til þess að aðstoða við að bera fjölskyldu út úr íbúð í Amager. Húsaleigan hafði ekki verið greidd í marga mánuði. Þegar fulltrúar fógeta komu á vettvang hafði fjölskyldan víggirt sig. Erlent 23.8.2007 15:21
Tíu milljón ára gamlar tennur Níu steingerðar tennur sem fundist hafa í Eþíópíu virðast vera úr áður óþekktri tegund risaapa. Steingervingarnir eru um 10 milljón ára gamlir og hefur skepnan verið nefnd Chororapithecus abyssinicus. Erlent 23.8.2007 15:19
Velja flottasta bossa í heimi Danir eru frjálslyndir í besta lagi, en sumum þeirra misbýður þó nýjasta markaðsátak danska undirfatarisans Sloggi. Fyrirtækið ætlar að láta velja fallegasta bossa í heimi á netinu og hvetur stúlkur og drengi til þess að senda myndir af afturendanum á sér, náttúrlega í Sloggi nærbuxum eða þveng. Tugþúsundir unglinga hafa svarað kallinu, enda er sigurvegaranum heitið fyrirsætustarfi. Erlent 23.8.2007 14:30
Æstur múgur ræðst á lögreglumenn Hópur manna réðst að sex frönskum lögreglumönnum á flugvelli í Gíneu þegar þeir voru að flytja ólöglega innflytjendur frá Frakklandi. Sparkað var í mennina og þeir kýldir með þeim afleiðingum að þeir mörðust illa og hlutu skrámur í andliti. Árásarmennirnir voru að mótmæla harðri stefnu franskra stjórnvalda gagnvart innflytjendum. Erlent 23.8.2007 12:59
Innflutningssbanni á breskar landbúnaðarvörur aflétt Evrópusambandið hefur ákveðið að aflétta banni á innflutningi á bresku nautakjöti, mjólkurafurðum og lifandi skepnum. Bannið mun þó gilda áfram um afurðir frá Surrey. Evrópusambandið setti bannið á eftir að gin- og klaufaveiki greindist í nautgripum í Surrey á Englandi. Erlent 23.8.2007 11:23
Rændu foreldrunum en skildu börnin eftir Óprúttnir menn vopnaðir skambyssum réðust inn á heimili fjögurra manna fjölskyldu í bænum Ganlöse í Danmörku í nótt og höfðu húsráðendur á brott með sér. Mennirnir létu hins vegar tvö sofandi ungabörn á heimilinu í friði. Þeir skeyttu engu um það þó að móðir barnanna grátbæði um að fá að vera eftir til að passa upp á börnin. Erlent 23.8.2007 10:36
Björk ein af sex mikilvægustu konum skemmtanaiðnaðarins Tímaritið Variety er eitt af stærstu og áhrifamestu tímaritum í skemmtanaiðnaðinum. Það fjallar ekki síst um þann iðnað út frá viðskiptasjónarmiðum. Variety hefur nú valið Björk Guðmundsdóttur sem eina af sex mikilvægustu konunum í þessum bransa. Og það eru engar smástelpur við hliðina á henni. Erlent 23.8.2007 10:30
Telja að Madeleine hafi látist af slysförum Portúgölsk lögregluyfirvöld telja nú að Madeleine McCann hafi látist af slysförum á hótelherbergi sínu í Portúgal samkvæmt heimildum vefútgáfu breska dagblaðsins The Mirror. Heimildarmenn blaðsins segja ennfremur að portúgalska lögreglan hafi undir höndum gögn sem sanni þetta. Erlent 23.8.2007 09:57
Myndband af þýskum gísl sent fjölmiðlum Ræningjar þýsks verkfræðings sem rænt var í Afganistan fyrir rúmum mánuði sendu fjölmiðlum í gær myndband með manninum. Þar biðlar maðurinn til þýskra stjórnvalda um að þau dragi herlið sitt í Afganistan til baka til að honum verði sleppt. Verkfræðingurinn er hjartveikur og í myndbandinu segist hann einungis eiga eftir þriggja daga skammt af hjartalyfi sínu. Erlent 23.8.2007 09:07
Tveir unglingspiltar handteknir grunaðir um morð Breska lögreglan handtók í morgun tvo unglingspilta sem grunaðir eru um að hafa myrt hinn 11 ára gamla Rhys Jones í Liverpool í gær. Hinir handteknu eru á 15. og 19. aldursári. Morðið hefur vakið mikinn óhug í Bretlandi. Erlent 23.8.2007 08:32
Demókratar gagnrýna ræðu Bush um Íraksstríðið Leiðtogar Demókrataflokksins í Bandaríkjunum hafa gagnrýnt Bush bandaríkjaforseta harðlega fyrir ræðu sem hann hélt um Íraksstríðið í gær. Í ræðunni líkti Bush stríðinu í Írak við Víetnamstríðið. Erlent 23.8.2007 08:03
Tveir létu lífið í gær af völdum Dean Að minnsta kosti tveir létu lífið þegar fellibylurinn Dean gekk yfir austurströnd Mexíkó í gær. Alls hafa því nítján manns látið lífið af völdum fellibylsins. Erlent 23.8.2007 07:10