Erlent Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. Erlent 9.8.2012 04:00 Leitin í Noregi hefur engan árangur borið Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegjerdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags. Erlent 9.8.2012 03:00 Var syndari en er nú dýrlingur Hinn 54 ára Marvin Wilson var tekinn af lífi í Texas á þriðjudagskvöldið með eitursprautu. Erlent 9.8.2012 02:30 Ól börn upp neðanjarðar Æðstiprestur og spámaður sértrúarsafnaðar í Rússlandi hefur verið ákræður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í grafhvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós. Erlent 9.8.2012 02:00 Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. Erlent 8.8.2012 20:26 Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ Erlent 8.8.2012 18:24 Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. Erlent 8.8.2012 14:47 Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. Erlent 8.8.2012 14:30 Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. Erlent 8.8.2012 14:00 Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. Erlent 8.8.2012 13:26 Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. Erlent 8.8.2012 10:11 Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. Erlent 8.8.2012 09:38 Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. Erlent 8.8.2012 09:30 Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. Erlent 8.8.2012 08:50 Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. Erlent 8.8.2012 08:05 Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. Erlent 8.8.2012 08:00 Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. Erlent 8.8.2012 07:30 Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. Erlent 8.8.2012 06:58 Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. Erlent 8.8.2012 06:56 Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. Erlent 8.8.2012 06:37 Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. Erlent 8.8.2012 06:35 Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. Erlent 8.8.2012 05:30 Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. Erlent 8.8.2012 05:00 Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. Erlent 8.8.2012 04:00 Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. Erlent 8.8.2012 03:00 Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. Erlent 8.8.2012 02:30 Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. Erlent 8.8.2012 02:15 Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. Erlent 7.8.2012 11:40 Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. Erlent 7.8.2012 10:01 Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. Erlent 7.8.2012 09:42 « ‹ ›
Landamærum Egypta að Gasa lokað Mohammed Morsi, forseti Egyptalands, hefur rekið yfirmann egypsku leyniþjónustunnar og ríkisstjóra Sínaí-hérðas í kjölfar mannskæðustu árásar skæruliða á egypskt herlið um helgina. Samskipti nýrrar ríkisstjórnar Egyptalands og Hamas-stjórnarinnar á Gasa-svæðinu hafa versnað eftir að Egyptar lokuðu landamærum að Gasa. Morsi er hliðhollur hinu svæðisbundna Bræðralagi múslima rétt eins og Hamas-samtökin. Erlent 9.8.2012 04:00
Leitin í Noregi hefur engan árangur borið Lögreglan í Ósló hefur breytt leitinni að Sigrid Giskegjerdet Schjetne, sextán ára stúlku sem saknað hefur verið frá því á aðfaranótt sunnudags. Erlent 9.8.2012 03:00
Var syndari en er nú dýrlingur Hinn 54 ára Marvin Wilson var tekinn af lífi í Texas á þriðjudagskvöldið með eitursprautu. Erlent 9.8.2012 02:30
Ól börn upp neðanjarðar Æðstiprestur og spámaður sértrúarsafnaðar í Rússlandi hefur verið ákræður fyrir illa meðferð á börnum. Hann hafði læst tugi barna í grafhvelfingum á átta hæðum undir heimili sínu. Talið er að sum þeirra hafi aldrei séð dagsins ljós. Erlent 9.8.2012 02:00
Heitasti mánuður í sögu Bandaríkjanna Júlí var heitasti mánuður í Bandaríkjunum síðan mælingar hófust. Meðalhitinn var 25,3°C á meginlandinu og bætti þar með eldra met frá árinu 1936. Hann var sömuleiðis meira en þremur gráðum heitari en meðalhiti í júlí á allri 20. öldinni. Erlent 8.8.2012 20:26
Tökur hafnar á Arrested Development Tökur á fjórðu þáttaröð grínþáttanna Arrested Development hófust í gær. Jason Bateman sem leikur Michael Bluth í þáttunum skellti í gær mynd af tökustað inn á Twitter síðu sína undir orðunum"First Day. Away we go..." eða "Dagur eitt. Hér kemur það ...“ Erlent 8.8.2012 18:24
Hátt í 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum Næstum 90 manns voru kallaðir að Frelsisturninum í New York, sem nú er verið að reisa þar sem Tvíburaturnarnir stóðu, vegna tilkynningar um eld í morgun. Samkvæmt tilkynningunni var eldurinn á 88. hæð hússins. Talsmaður slökkviliðsins, Steve Coleman, tilkynnti síðan fjölmiðlum að enginn eldur hefði verið í húsinu. Talið er að misskilningurinn stafi að því að unnið hafi verið með logsuðu á hæðinni og það hafi virkað eins og að um lausan eld væri að ræða. Erlent 8.8.2012 14:47
Mikil skjálftavirkni við Tongariro Jarðeðlisfræðingar á Nýja-Sjálandi fylgjast nú náið með eldfjallinu Tongariro sem lét á sér kræla aðfaranótt þriðjudags. Talið er að gosmökkurinn hafi náð í rúmlega 6 þúsund metra hæð. Erlent 8.8.2012 14:30
Dómur yfir Pussy Riot kveðinn 17. ágúst Málflutningi í máli þriggja meðlima pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot er lokið. Stúlkurnar þrjár voru ákærðar fyrir guðlast eftir að þær stóðu fyrir svokallaðri pönkbæn í dómkirkju í Moskvu í febrúar. Erlent 8.8.2012 14:00
Pia hverfur á braut Formannsskipti eru í danska Þjóðarflokknum í dag, en Kristian Thulesen Dahl verður formaður í stað Pia Kjærsgaard. Danskir fjölmiðlar hafa varla fjallað um annað en formannsskiptin í allan morgun. Vefur Berlingske Tidende talar meðal annars við Anders Fogh Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, sem nú er framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins. Hann fer fögrum orðum um fráfarandi formann, en Þjóðarflokkurinn studdi ríkisstjórn Anders Fogh þegar hann var forsætisráðherra. Erlent 8.8.2012 13:26
Blackwater semur um sekt vegna vopnasölu Dómsátt hefur náðst í máli öryggisfyrirtækisins Academi LLC, áður þekkt sem Blackwater, gegn ákæruvaldinu í Bandaríkjunum. Fyrirtækið var ákært fyrir að hafa selt hergögn til erlendra ríkisstjórna ásamt því að hafa þjálfað hersveitir þeirra án heimildar yfirvalda í Bandaríkjunum. Erlent 8.8.2012 10:11
Þéttholda piltur vekur aðdáun eftir auglýsingu Nýjasta auglýsing Nike hefur vakið mikla athygli síðustu daga. Þar má sjá þéttholda ungan pilt sem skokkar niður afskekktan vegarkafla. Erlent 8.8.2012 09:38
Notkun þungavopna eykst í Sýrlandi Mannréttindasamtökin Amnesty International telja að notkun þungavopna í borginni Aleppo í Sýrlandi færist nú í aukana. Erlent 8.8.2012 09:30
Tvær milljónir flýja Haikui Hitabeltisstormurinn Haikui náði landi austur af Kína í dag. Talið er að vindhraðinn hafi náð rúmlega 110 kílómetra hraða. Erlent 8.8.2012 08:50
Átök á Sínaískaga Að minnsta kosti 20 létust í árás öryggissveita Egyptalands á múslímska vígamenn á Sínaískaga í nótt. Erlent 8.8.2012 08:05
Fifty Shades of Grey vinsælasta skáldsaga Bretlands Svo virðist sem að Bretar fái ekki nóg af erótísku skáldsögunni Fifty Shades of Grey. Bókin hefur selst í bílförmum víða um heim en hvergi annars staðar en í Bretlandi hafa vinsældir hennar náð slíkum hæðum. Erlent 8.8.2012 08:00
Geimstolt Rússa bíður hnekki Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í gær að eldflaugaskot stofnunarinnar í Kasakstan hefði farið úrskeiðis. Stuttu eftir að eldflaugin hóf sig á loft aðfaranótt þriðjudags varð bilun í tölvukerfi. Erlent 8.8.2012 07:30
Setja saman viðbragðsáætlanir vegna sólgosa Búist er við að Sólin muni ná næsta sólblettahámarki í maí 2013. Innan tveggja ára mun síðan tíu ára skeiði sólvirkni ljúka. Sólblettir eru virk svæði á Sólinni þar sem segulsviðið er afar sterkt. Mikil orka hleðst upp við blettina, þegar hún losnar úr læðingi verður sólgos til. Þá þeytast hlaðnar agnir út í alheiminn og skella öðru hverju á Jörðinni. Erlent 8.8.2012 06:58
Læsa ruslatunnum matvöruverslana Yfirvöld í borginni Geroa tilkynntu í gær að lásar yrði nú settir á ruslatunnur við matvöruverslanir. Margir hafa verið staðnir að því að róta í ruslinu undanfarið. Engar vísbendingar eru um að efnahagsástandið á Spáni muni skána á næstunni. Erlent 8.8.2012 06:56
Loughner játar Hinn 23 ára Jared Loughner hefur játað að hafa myrt sex manns í skotárás í Tuscon á síðasta ári. Þrettán særðust í árásinni, margir lífshættulega en á meðal þeirra var bandaríska þingkonan Gabrielle Giffords. Erlent 8.8.2012 06:37
Sjö Ólympíufarar frá Kamerún horfnir Svo virðist sem að sjö Ólympíufarar frá Kamerún hafi hlaupist á brott. Íþróttamennina er nú hvergi að finna en grunur leikur á að þeir hafi ákveðið að verða eftir í Bretlandi enda er efnahagsástandið í heimalandinu ekki upp á marga fiska. Erlent 8.8.2012 06:35
Sjö Kamerúnar á Ólympíuleikunum horfnir Sjö íþróttamenn frá Kamerún hafa horfið úr Ólympíuþorpinu í London. Leikur grunur á að íþróttamennirnir hafi ákveðið að hlaupast á brott með það fyrir augum að dvelja ólöglega í Bretlandi til langframa. Erlent 8.8.2012 05:30
Átök í Sýrlandi magnast áfram Ríflega 1.300 Sýrlendingar flúðu frá landinu til Tyrklands í skjóli nætur aðfaranótt þriðjudags. Stöðugur straumur flóttamanna hefur verið frá Sýrlandi síðustu mánuði eftir því sem borgarastríðið þar í landi hefur færst í aukana. Erlent 8.8.2012 05:00
Níu látnir í flóðum í Maníla Helmingur Maníla, höfuðborgar Filippseyja, er umflotinn vatni vegna vægðarlausra rigninga undanfarna daga. Níu manns létust í aurskriðu vegna flóðanna og björgunarlið á erfitt með að ná til tugþúsunda íbúa sem þurfa nauðsynlega á hjálp að halda. Erlent 8.8.2012 04:00
Romney ræðst á velferðarkerfi Baracks Obama Mitt Romney, forsetaefni Repúblikana í kjöri um forsetaembætti Bandaríkjanna í vetur, sakar Barack Obama, forseta Bandaríkjanna, um að velferðarkerfi hans geri þegna ríkisins háða kerfinu. Romney freistar þess að gera velferðarkerfisáform Obama að stóru kosningamáli í komandi kosningum. Erlent 8.8.2012 03:00
Vill ræða kynlífsvélmenni í barnastærðum Formaður dönsku siðanefndarinnar, Jakob Birkler, segir mikilvægt að ræða hvort veita eigi barnaníðingum aðgang að vélmennum sem líkjast börnum. Hann bendir á að nú þegar sé hægt að fá vélmenni í fullorðinsstærð og að í Bandaríkjunum sé hægt að kaupa barnslegar kynlífsdúkkur. Erlent 8.8.2012 02:30
Norska stúlkan enn ófundin Norska stúlkan, Sigrid Giskegjerde Schjetne, sem leitað hefur verið að í Ósló síðan á aðfaranótt sunnudags er enn ófundin. Erlent 8.8.2012 02:15
Fólk gengur kaupum og sölum Mansalsglæpir eru glæpir sem eru "okkur öllum til skammar" að mati Sameinuðu þjóðanna. Margt hefur áunnist í baráttunni gegn þeim á alþjóðavísu, en betur má ef duga skal. Magnús Halldórsson kynnti sér gögn sem UNODC, stofnun Sameinuðu þjóðanna sem berst gegn skipulagðri glæpastarfsemi, hefur tekið saman um mansal. Erlent 7.8.2012 11:40
Fara fram á þriggja ára fangelsi Saksóknarar í Rússlandi hafa farið fram á að þrír meðlimir pönkhljómsveitarinnar Pussy Riot verði dæmdir í þriggja ára fangelsi fyrir guðlast. Erlent 7.8.2012 10:01
Loughner fyrir dómara í dag Talið er að hinn 23 ára gamli Jared Loughner muni taka afstöðu til ákæra á hendur sér í dag. Loughner er grunaður um að hafa myrt sex á götuhorni í Tuscon í Bandaríkjunum á síðasta ári. Erlent 7.8.2012 09:42