Erlent

Mexíkósk kona laug að hún gengi með níbura

Það var greint frá því í öllum helstu fjölmiðlum heims á fimmtudaginn að kona í Mexíkó ætti von á níburum. Þannig var greint frá því bæði á fréttavef okkar Vísi sem á RÚV og fleiri íslenskum fjölmiðlum að konan hefði gengist undir tæknifrjóvgun og ávöxturinn væru níu börn, sex stúlkur og þrír drengir.

Erlent

Skutu táragasi á mótmælendur í Malasíu

Lögreglan í Malasíu skutu táragasi á mótmælendur og handtóku á þriðja hundrað manns eftir að tugir þúsunda mótmælenda komu saman í borginni Kuala Lumpur í dag. Mótmælin eru tilkomin vegna kosninga þar í landi sem verða í júní, en mótmælendur krefjast sanngjarna og frjálsra kosninga. Flokkur forsætisráðherra landsins, Najib Razak, hefur haldið um stjórnartaumana í landinu í nærri 55 ár.

Erlent

Nauðgað á skipi drottningar

Tveir sjóliðar af dönsku drottningarsnekkjunni Dannebrog voru í gær dæmdir í átján mánaða fangelsi fyrir nauðgun, fyrir rétti í Nuuk.

Erlent

Ríkisstjórn Rúmeníu fallin

Ríkisstjórn Rúmeníu er fallin eftir að vantraust á hana var samþykkt í rúmenska þinginu í gær. Þetta er í annað skipti á þessu ári sem ríkisstjórn í Rúmeníu fellur en stjórnin hafði einungis verið við völd í tæpa þrjá mánuði.

Erlent

Gekk fagnandi út úr dómsal

Pólitísk ólga magnaðist enn á ný í Pakistan eftir að hæstiréttur landsins sakfelldi Yousuf Raza Gilani forsætisráðherra fyrir að hafa sýnt dómstól lítilsvirðingu.

Erlent

Kínverskur andófsmaður flúði úr stofufangelsi

Kínverski andófsmaðurinn Chen Guangcheng hefur flúið úr stofufangelsi og er sagður í felum einhvers staðar í Peking. Embættismenn hófu strax ákafa leit að honum og beindu athyglinni í fyrstu að fjölskyldu hans.

Erlent

Tupac enn á ný kominn á vinsældarlista

Rapparinn Tupac er enn á ný kominn á vinsældarlistana vestanhafs. Hann steig á svið á Coachella tónlistarhátíðinni fyrr í þessum mánuði, þrátt fyrir að hafa verið látinn í rúmlega 15 ár.

Erlent

Gíslatökumaðurinn yfirbugaður

Lögreglumenn hafa handtekið karlmann á fimmtugsaldri sem tók fjóra menn í gíslingu í byggingu við Tottenham Court Road í miðborg Lundúna í dag. Leyniskyttur og fjölmargir lögreglumenn komu sér fyrir við bygginguna í dag og þá ræddu einnig sérþjálfaðir samningamenn við manninn í síma. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagts vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert að lifa fyrir. Samkvæmt Sky-fréttastofunni var maðurinn með gashylki utan á sér og hótaði að sprengja þau.

Erlent

Umsátur í Lundúnum

Sprengjusérfræðingar og lögregla hafa tekið sér stöðu á Tottenham Court Road í miðborg Lundúna. Samkvæmt frásögnum af vettvangi hafa fjórir verið teknir í gíslingu í götunni sem er mjög fjölfarin. Maðurinn mun hafa komið inn í umrædda byggingu og sagst vera reiður yfir því að hafa ekki fengið meirapróf á bíl. Hann hefði því ekkert til að lifa fyrir. Kallað var til lögreglu þegar maðurinn fór að henda til tölvum, húsgögnum og blöðum. Síðan varð hann verulega ógnandi.

Erlent

Ófrísk að níburum

Mexíkósk kona hefur í nógu að snúast eftir að hún uppgötvaði að hún gengur með níbura. Helsta sjónvarpsstöð landsins, Televisa, sagði frá því í gær að konan, sem heitir Karla Vanessa Perez, gengur með sex stúlkur og þrjá drengi. Karla á von á sér 20. maí næstkomandi. Hún gekkst undir tæknifrjóvgun þegar hún varð ófrísk.

Erlent

Sungu barnalag gegn Breivik

Meðan fólk, sem lifði af árásir Anders Behrings Breivik í sumar, skýrði frá skelfilegri reynslu sinni við réttarhöldin í Ósló, komu tugir þúsunda saman í miðborginni og sungu lítið barnalag, sem hryðjuverkamaðurinn hafði reynt að koma óorði á.

Erlent

Hjóli rænt með 8 mínútna bili

Að meðaltali var tilkynnt um 200 reiðhjólaþjófnaði dag hvern í Danmörku á árunum 2007 til 2010. Það jafngildir því að reiðhjóli sé rænt á áttundu hverri mínútu. Vefur Politiken segir frá þessu.

Erlent

Flugskeyti sögð gerviflugskeyti

Sex flugskeyti, sem sýnd voru með viðhöfn á hersýningu í Norður-Kóreu nýverið, voru ekki alvöru flugskeyti heldur eftirlíkingar. Og þær lélegar.

Erlent

Taylor sakfelldur fyrir stríðsglæpi

Mikill fögnuður braust út meðal íbúa í Freetown í Síerra Leóne þegar Charles Taylor, fyrrverandi forseti Líberíu, var sakfelldur fyrir stríðsglæpi í gær.

Erlent

Ásakanirnar hafa gengið á víxl

Stjórnvöld og uppreisnarmenn í Sýrlandi saka hvorir aðra um sprengjuárás í borginni Hama á miðvikudag, sem varð að minnsta kosti sextán manns að bana.

Erlent

Kung Fu naggrís réðst á hunda

Kona í Slóvakíu trúði vart eigin augum þegar naggrís réðst á hundana hennar. Hún segir að litla dýrið hafi hoppar til og frá og sparkað að hundunum eins og karatemaður.

Erlent

Roosevelt er framhjóladrifin hetja

Rétt eins og nafni sinn neyðist merkjakolinn Roosevelt að nota hjólastól. Það var þó ekki mænusótt sem orsakaði ástand hans. Hann fæddist með vanskapaða framfætur.

Erlent