Erlent

Kosið innan fárra mánaða

GB skrifar
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nýverið.
nordicphotos/AFP
Á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna nýverið. nordicphotos/AFP
Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, skýrði frá því í gær að boðað verði til þingkosninga snemma á næsta ári, meira en hálfu ári áður en kjörtímabil núverandi þings rennur út.

Ástæðan er ósamkomulag innan stjórnarinnar, sem hefur ekki getað náð samkomulagi um fjárlög næsta árs.

Þingkosningar er ekki hægt að halda fyrr en þremur mánuðum eftir að þing er rofið. Reiknað er með að kosningarnar geti orðið í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×