Erlent

Kosið um sjálfstæði

GB skrifar
Forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands.nordicphotos/AFP
Forsætisráðherra heimastjórnar Skotlands.nordicphotos/AFP
Breska stjórnin og skoska heimastjórnin hafa náð samkomulagi um þjóðaratkvæðagreiðslu í Skotlandi, þar sem Skotar fá tækifæri til að segja skoðun sína á því hvort lýsa eigi yfir sjálfstæði.

Kosningarnar verða haldnar í síðasta lagi árið 2014.

Þau Nicola Sturgeon, aðstoðarforsætisráðherra heimastjórnar Skotlands, og Michael Moore, Skotlandsmálaráðherra bresku ríkisstjórnarinnar, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu um þetta í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×