Skotin fyrir að gagnrýna Guðsteinn skrifar 10. október 2012 00:00 Malala Yousoufzai Borin af vettvangi í sjúkrabörum, en er sögð munu ná sér af sárum sínum.fréttablaðið/AP Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. Malala fékk skot í bæði háls og höfuð, en er ekki sögð lífshættulega særð. Talið er að hin stúlkan muni einnig ná sér. Þær eru báðar á sjúkrahúsi. Þótt Malala sé aðeins fjórtán ára gömul er hún vel þekkt í Pakistan fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Hún er einnig þekkt fyrir að tala opinskátt um voðaverk talibana. Í fyrra var hún tilnefnd til alþjóðlegra friðarverðlauna barna. Árásarmaðurinn var talibani, en talibanahreyfingin er mjög andsnúin því að stúlkur fái menntun. Talibanahreyfingin hefur lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni, og segir að barátta Malala hafi verið ósiðleg. „Þetta var nýr kafli í ósiðsemi, og við verðum að ljúka þessum kafla,“ sagði Ahsanullah Ahsan, talsmaður talibanahreyfingarinnar, í símaviðtali við fréttastofuna AP. „Við gerðum þessa árás.“ Talibanar hafa áður hótað henni og fjölskyldu hennar. Malala var aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að blogga undir dulnefni fyrir BBC á tungumáli sínu, sem er urdu. Á blogginu skrifaði hún um það hvernig er að búa við hernám talibana, sem réðu lögum og lofum á heimaslóðum hennar í Swat-dalnum. Eftir að talibanar voru svo reknir úr Swat-dalnum árið 2009 fór hún að tala opinskátt undir eigin nafni um talibanahreyfinguna og um nauðsyn menntunar fyrir stúlkur. Á síðasta ári tók hún þátt í málþingi barna á vegum UNICEF í Swat-dalnum og talaði þá um mikilvægi þess að börn létu rödd sína heyrast. Kamila Hayat hjá Mannréttindanefnd Pakistans hrósaði Malala fyrir að standa upp í hárinu á ofbeldismönnunum og senda þau skilaboð til umheimsins að pakistanskar stúlkur hafi hugrekki til að berjast fyrir réttindum sínum. Hún sagðist samt óttast að árásin verði til þess að foreldrar annarra barna muni koma í veg fyrir að þau segi hug sinn. „Þetta eru öfl sem vilja fara með okkur aftur til myrku aldanna,“ segir Hayat. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira
Skólavagn fullur af börnum var í þann mund að leggja af stað frá skólalóð í bænum Mingora í austanverðu Pakistan í gær þegar maður nokkur kom að bílnum og spurði eftir stúlku, sem heitir Malala Yousoufzai. Önnur stúlka benti á hana, en þá dró maðurinn upp byssu og skaut þær báðar. Malala fékk skot í bæði háls og höfuð, en er ekki sögð lífshættulega særð. Talið er að hin stúlkan muni einnig ná sér. Þær eru báðar á sjúkrahúsi. Þótt Malala sé aðeins fjórtán ára gömul er hún vel þekkt í Pakistan fyrir baráttu sína fyrir menntun stúlkna. Hún er einnig þekkt fyrir að tala opinskátt um voðaverk talibana. Í fyrra var hún tilnefnd til alþjóðlegra friðarverðlauna barna. Árásarmaðurinn var talibani, en talibanahreyfingin er mjög andsnúin því að stúlkur fái menntun. Talibanahreyfingin hefur lýst yfir ábyrgð sinni á árásinni, og segir að barátta Malala hafi verið ósiðleg. „Þetta var nýr kafli í ósiðsemi, og við verðum að ljúka þessum kafla,“ sagði Ahsanullah Ahsan, talsmaður talibanahreyfingarinnar, í símaviðtali við fréttastofuna AP. „Við gerðum þessa árás.“ Talibanar hafa áður hótað henni og fjölskyldu hennar. Malala var aðeins ellefu ára gömul þegar hún byrjaði að blogga undir dulnefni fyrir BBC á tungumáli sínu, sem er urdu. Á blogginu skrifaði hún um það hvernig er að búa við hernám talibana, sem réðu lögum og lofum á heimaslóðum hennar í Swat-dalnum. Eftir að talibanar voru svo reknir úr Swat-dalnum árið 2009 fór hún að tala opinskátt undir eigin nafni um talibanahreyfinguna og um nauðsyn menntunar fyrir stúlkur. Á síðasta ári tók hún þátt í málþingi barna á vegum UNICEF í Swat-dalnum og talaði þá um mikilvægi þess að börn létu rödd sína heyrast. Kamila Hayat hjá Mannréttindanefnd Pakistans hrósaði Malala fyrir að standa upp í hárinu á ofbeldismönnunum og senda þau skilaboð til umheimsins að pakistanskar stúlkur hafi hugrekki til að berjast fyrir réttindum sínum. Hún sagðist samt óttast að árásin verði til þess að foreldrar annarra barna muni koma í veg fyrir að þau segi hug sinn. „Þetta eru öfl sem vilja fara með okkur aftur til myrku aldanna,“ segir Hayat.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Innlent Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Innlent Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Fleiri fréttir Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Ísrael sprengir í Sýrlandi: Þrír látnir og tugir særðir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Sjá meira