Erlent

Fjármagnið spillir málefnaumræðunni

Bandarísku stjórnmálaráðgjafarnir Bob Carpenter og Rick Ridder hafa um árabil unnið hvor fyrir sinn stjórnmálaflokkinn í kosningum, en þeir eru engu að síður nokkuð sammála um hvernig kosningabaráttan hefur gengið fyrir sig.

Þeir Carpenter og Ridder fóru yfir stöðuna í bandarísku kosningabaráttunni á opnum fundi sem Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands og bandaríska sendiráðið á Íslandi stóðu fyrir í gær.

Þeir telja stöðu Baracks Obama forseta fyrir lokasprettinn afar sterka þar sem hann eigi vísan stuðning mun fleiri kjörmanna. Hann þurfi til dæmis aðeins að sigra í öðru hvoru stærstu lykilríkjanna svokölluðu, Flórída eða Ohio, til að tryggja sigurinn. Hjá repúblikananum Mitt Romney þarf því allt að ganga í haginn svo hann eigi möguleika á sigri.

Fréttablaðið hitti þá fyrir og spurði út í stöðu mála. Þeir eru sammála um margt, en þeir harma til dæmis báðir hve stórt hlutverk fjársterkir styrktarsjóðir hafa leikið. Vegna þeirra hafi málflutningur frambjóðendanna sjálfra átt erfitt með að ná eyrum kjósenda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×