Erlent

Skóla í Óðinsvéum lokað vegna hótana um skotárás

Búið er að loka og girða af menntaskóla í Óðinsvéum í Danmörku vegna hótana um að skotárás verði gerð á nemendur skólans.

Í dönskum fjölmiðlum kemur fram að um Tietgenskólann við Elemelundsvej sé að ræða og að einn af starfsmönnunum þar hafi opnað bréf í morgun þar sem því var hótað að skotárásin yrði gerð í dag.

Skólanum var strax lokað klukkan rúmlega átta í morgun að staðartíma og nemendum meinaður aðgangur að honum. Lögreglan rannsakar nú málið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×