Erlent

Fiskar minnka um fjórðung

IBS skrifar
Vísindamenn við háskóla í Bresku-Kólumbíu í Kanada hafa komist að því að fiskar geta minnkað um allt að 24 prósent við hlýnun hafsins.

Gert er ráð fyrir að minnkunin geti orðið mest í Atlantshafi og Indlandshafi.

Aukið hitastig hafsins getur dregið úr súrefnismagni þess, að því er greint er frá á fréttavef BBC. Rannsókn vísindamannanna leiddi í ljós að við aukið hitastig hafsins aukast efnaskipti fiskanna. Aukin efnaskipti kalla á meira súrefni en fiskarnir fá ekki nóg súrefni til að vaxa.

Vísindamennirnir segja frekari rannsókna þörf vegna takmarkandi þátta í þessari rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×