Enski boltinn

Sá 39 ára með þrennu fyrir Palace

Kevin Phillips skoraði þrennu fyrir Crystal Palace í ensku b-deildinni í fótbolta í gær en kappinn er orðinn 39 ára gamall. Sigurinn var mikilvægur fyrir Palace-liðið í baráttu um sæti í ensku úrvalsdeildinni.

Enski boltinn

Messan: Hver er búinn að vera bestur?

Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson fóru yfir það í Sunnudagsmessunni í gær hver hafi verið besti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á þessari leiktíð en Óskar Hrafn var gestur þáttarins að þessu sinni.

Enski boltinn

Laudrup: Við gerum bara eins og Barcelona

Michael Laudrup, knattspyrnustjóri Swansea, ætlar ekki að stækka leikmannahópinn sinn fyrir næsta tímabil þrátt fyrir að Evrópukeppnin bætist þá við á þétta dagskrá velska félagsins. Swansea tryggði sér sæti í Evrópudeildinni með sigri í enska deildarbikarnum á dögunum.

Enski boltinn

Capello hefur ekkert heyrt í Chelsea

Fabio Capello, þjálfari rússneska landsliðsins og fyrrum þjálfari enska landsliðsins, segir ekkert til í þeim fréttum að forráðamenn Chelsea hafi verið í sambandi við hann um að taka við Chelsea-liðinu.

Enski boltinn

Munurinn tólf stig á ný

Carlos Tevez tryggði Manchester City 1-0 sigur á Aston Villa í lokaleik 28. umferðar í ensku úrvalsdeildnni í kvöld. Með sigrinum náði City að minnka forystu erkifjendanna í Manchester United í tólf stig.

Enski boltinn

QPR gat grætt á Samba en sagði nei

Það kom kannski mörgum á óvart þegar Queens Park Rangers bætti félagsmetið með því að eyða 12,5 milljónum punda í Chris Samba í janúar og það verða örugglega fleiri enn meira hissa að QPR hafnaði möguleikanum á því að græða á Samba aðeins nokkrum vikum síðar.

Enski boltinn

Arsenal: Ekkert til í því að félagið verði selt

Arsenal segir ekkert til í þeim fréttum að Stan Kroenke sé að fara selja meirihluta sinn í félaginu til fjárfestingafélags í Miðausturlöndum en í gær voru fréttir í Sunday Telegraph að ónefndur aðili hefði boðið 1,5 milljarða punda í hlut Bandaríkjamannsins í félaginu.

Enski boltinn

Ray Wilkins: Chelsea verður að halda Lampard

Ray Wilkins, fyrrverandi aðstoðarstjóri Chelsea, hefur nú tjáð sig um mögulegt brotthvarf Frank Lampard frá félaginu en hann vill meina að Lampard sé einn mikilvægasti leikmaður liðsins og forráðamenn Chelsea þurfi nauðsynlega að halda í þennan snjalla miðjumann.

Enski boltinn

Ferguson: Þetta verður ótrúlegur leikur

Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester Untited, telur að lið hans sér klárt í síðari leikinn gegn Real Madrid í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Leikurinn fer fram á Old Trafford á þriðjudaginn næstkomandi.

Enski boltinn