Enski boltinn

Magakveisa að fara illa með Adebayor

Emmanuel Adebayor hefur ekki fengið mörg tækifæri með liði Tottenham á tímabilinu enda er samkeppnin mikil um sæti í byrjunarliðinu eins og okkar maður Gylfi Þór Sigurðsson hefur fengið að kynnast.

Enski boltinn

Gerrard: Everton spilar eins og Stoke

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, ýtti heldur betur undir borgaríginn í Bítlaborginni þegar hann gerði lítið úr spilamennsku Everton og sagði að það sé aðeins eitt lið í Liverpool-borg sem reynir að spila fótbolta.

Enski boltinn

Di Matteo: Dómararnir eyðilögðu leikinn

Roberto Di Matteo, stjóri Chelsea, var að vonum ósáttur eftir tapið á móti Manchester United á Stamford Bridge í gær. United vann leikinn 3-2 á rangstöðumarki Javier Hernandez og Chelsea endaði leikinn með níu menn inn á vellinum.

Enski boltinn

Sir Alex: Ég óska dómaranum góðs gengis

Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, stýrði sínum mönnum til sigurs á móti Chelsea í Stamford Bridge í gær en það er stutt í næsta leik á Brúnni því liðin mætast þar aftur í enska deildarbikarnum á miðvikudagskvöldið.

Enski boltinn

John Mikel Obi annar þeirra sem kvartaði undan Clattenburg

Chelsea hefur sent inn formlega kvörtun vegna dónaskaps dómarans Mark Clattenburg í leik Chelsea og Manchester United í Stamford Bridge í gær. Samkvæmt heimildum BBC þá er John Mikel Obi annar leikmannanna sem kvörtuðu undan orðalagi Clattenburg í þessum afdrifaríka leik.

Enski boltinn

Moyes: Þetta var löglegt mark hjá Suarez

David Moyes, stjóri Everton, viðurkenndi að mark Luis Suarez í blálokin hafi átt að standa en talaði jafnframt um að aukaspyrnan sem markið kom úr hafi aldrei átt að vera dæmd og að Suarez hafi líka átt að vera farinn í sturtu með rautt spjald.

Enski boltinn

Cole og Lampard gætu farið frá Chelsea

Roberto di Matteo, stjóri Chelsea, segist vilja halda þeim Frank Lampard og Ashley Cole hjá Chelsea en segir að það sé alls ekkert víst hvort það takist. Cole verður samningslaus næsta sumar og herma heimildir að Chelsea sé aðeins til í að bjóða honum nýjan eins árs samning. Það er Cole ósáttur við.

Enski boltinn

Toppslagur í skugga deilna

Chelsea og Manchester United mætast í toppslag ensku úrvalsdeildarinnar á morgun en kynþáttaníðsmál John Terry, fyrirliða Chelsea, hefur dregið dilk á eftir sér. Umræðan hefur snert marga og mun líklega hafa víðtækar afleiðingar.

Enski boltinn

Jafntefli á Villa Park

Tíu leikmenn Aston Villa héldu út og náðu jafntefli á heimavelli gegn Norwich í fyrsta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Lokatölur 1-1.

Enski boltinn