Enski boltinn

Kári skoraði í sigri Rotherham

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Rotherham vann í kvöld 4-0 sigur á Oxford í ensku D-deildinni en Kári Árnason skoraði eitt marka sinna manna.

Með sigrinum komst Rotherham upp í fjórða sæti deildarinnar en liðið er með 60 stig. Þrjú efstu liðin komast beint upp í C-deildina en liðin í 4.-7. sæti fara í umspilskeppni um eitt laust sæti.

Kári hefur verið lykilmaður í liði Rotherham á leiktíðinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×