Enski boltinn

Wenger: Verður erfitt að ná Meistaradeildarsæti

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Arsene Wenger var allt annað en sáttur við sína menn og niðurstöðuna í dag þegar lið hans tapaði fyrir Tottenham 2-1 á White Hart Lane.

„Allt í einu vorum við 2-0 undir. Á þeim tíma vorum við búnir að vera sterkari aðilinn í leiknum. Leikmenn liðsins voru duglegir en við erum samt sem áður ekki að skapa okkur nein færi, það þurfum að við að bæta."

„Við vorum allt of mikið að reyna spila leikmenn Tottenham rangstæða og buðum þá hættunni heim. Ég vorkenni leikmönnunum örlítið eftir þennan leik og sérstaklega stuðningsmönnum okkar."

„Við verðum að halda áfram að berjast. Það verður gríðarlega erfitt að ná í Meistaradeildarsæti upp úr þessu en við verðum að trúa á verkefnið og halda áfram."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×