Enski boltinn

Hugo Lloris orðaður við Barcelona

Stefán Árni Pálsson skrifar
Hugo Lloris
Hugo Lloris Mynd. / Getty Images
Hugo Lloris, markvörður Tottenham, hefur bæst við á listann sem arftaki Victor Valdes sem næsti markvörður Barcelona.

Forráðarmenn Barcelona leita nú óðum af nýjum markverði þar sem Valdes hefur gefið það út að hann verði ekki áfram hjá félaginu.

Liðið hefur einnig gefið það út að þeir ætli sér að reyna ná í Pepe Reina frá Liverpool og David de Gea frá Manchester United.

Lloris sem er 26 ára Frakki kom til Tottenham frá Lyon fyrir 8 milljónir punda í sumar en hann hefur verið frábær á tímabilinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×