Enski boltinn

Rodgers: Drengurinn fæddist með boltann við tærnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Coutinho í leik með Liverpool
Coutinho í leik með Liverpool Mynd. / Getty Images
Brendan Rodgers, knattstjóri Liverpool, hrósaði Coutinho gríðarlega eftir sigurinn gegn Wigan í ensku úrvalsdeildinni í gær en liðið var bar sigur úr býtum 4-0.

Coutinho átti frábæran leik en hann lagði upp tvö mörk í leiknum í gær. Luis Suarez skoraði þrennu fyrir Liverpool en þeir tveir virðast ná virkilega vel saman.

„Leikmaðurinn er ungur en er samt sem áður nokkuð reynslumikill úr öðrum deildum. Hann hefur verið lengi í meistaraflokk og spilað fjöldann allan af mikilvægum leikjum. Coutinho fæddist með boltann við lappirnar og líður greinilega virkilega vel á vellinum, þetta er það sem hann fæddist til að gera."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×