Enski boltinn

Liverpool vill líka fá Williams

Einn eftirsóttasti leikmaðurinn í enska boltanum í dag er varnarmaðurinn Ashley Williams en hann hefur farið á kostum með Swansea í vetur.

Hann er bæði orðaður við Arsenal og Liverpool þessa dagana. Ef Swansea selur hann er talið að kaupverð verði í kringum 8 milljónir punda.

Williams er orðinn 28 ára gamall og loks núna að slá í gegn. Swansea hefur gengið vel í vetur og vann enska deildabikarinn á dögunum.

Arsenal sýndi honum fyrst áhuga og nú er Liverpool komið í slaginn. Svo gæti vel farið að fleiri lið reyni að fá þennan sterka miðvörð í sínar raðir.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×