Enski boltinn

Messan: Þá enda allir aðrir aftast í strætisvagninum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Guðmundur Benediktsson, Hjörvar Hafliðason og Óskar Hrafn Þorvaldsson ræddu um Gareth Bale og Gylfa Þór Sigurðsson í Sunnudagsmessunni í gær en Óskar Hrafn var gestur þáttarins að þessu sinni.

Gylfi kom inn í byrjunarlið Tottenham fyrir nágrannaslaginn á móti Arsenal og lagði upp fyrsta mark leiksins fyrir Gareth Bale. Tottenham komst í 2-0 í fyrri hálfleik og vann leikinn 2-1.

„Mér fannst fullkomlega eðlilegt að Gylfi skyldi byrja þennan leik í staðinn fyrir Lewis Holtby," sagði Hjörvar Hafliðason og bætti: „Það var greinilega að þetta mark sem Gylfi skoraði á mánudaginn gaf honum mikið sjálfstraust," sagði Hjörvar.

Óskar Hrafn Þorvaldsson var með sterkar skoðanir á Gareth Bale.

„Í West Ham leiknum fannst mér allir leikmenn Tottenham verða farþegar nema Bale. Það er mikill galli við Gareth Bale að þegar hann er í stuði og gera fína hluti þá finnst mér allir aðrir í liðinu enda aftast í strætisvagninum," sagði Óskar Hrafn.

Hér fyrir ofan má sjá umræðu strákanna um Bale, Gylfa Þór og Tottenham-liðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×