Enski boltinn

Pardew: Við erum ekki að dragast í fallbaráttuna

Stefán Árni Pálsson skrifar
Alan Pardew
Alan Pardew Mynd. / Getty Images
Alan Pardew, knattspyrnustjóri Newcastle, hefur engar áhyggjur af því að lið hans geti dregist niður í fallbaráttuna.

Newcastle tapaði 1-0 fyrir Swansea í ensku úrvalsdeildinni í gær og eru núna aðeins sex stigum frá fallsæti.

„Ég hef engar áhyggjur af liðinu," sagði Pardew eftir leikinn.

„Það er bara svekkjandi þegar liðið stendur sig vel og fær ekkert út úr leiknum, það hefur verið saga okkar í vetur."

„Það er erfitt að koma hingað á þennan völl. Swansea er með frábært lið og ekki að ástæðulausu að þeir voru að vinna enska deildarbikarinn".

Newcastle mætir Anzhi Makhachkala í Evrópudeildinni næstkomandi fimmtudag og verður liðið að leika mun betur þá en í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×