Enski boltinn

Villas-Boas: Sjálfstraustið kemur okkur langt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. / Getty Images
Andre Villas-Boas var að vonum ánægður með sigurinn gegn Arsenal í dag en Tottenham vann leikinn 2-1 á White Hart Lane.

„Þetta var virkilega mikilvægur sigur í dag. Við megum samt alls ekkert slaka neitt á og verðum að halda áfram okkar striki. Það eru margir leikir framundan og þeir eru allir mikilvægir."

„Það er mikið eftir að tímabilinu og ef við förum eitthvað að slaka á þá gerast slæmir hlutir. Við erum með mikið sjálfstraust í okkar leikjum og erum að vinna með það, Arsenal virðist vera í einhverri lægð og það nýttum við okkur í dag."

„Sjö stig skilja liðin að eins og staðan er núna, en það er enga stunda að hverfa og við þurfum að halda áfram. Við eigum eftir að mæta sterkum liðinum eins og Liverpool og Manchester City. Markmiðið er skýrt, við ætlum okkur í Meistaradeild Evrópu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×