Enski boltinn

Cardiff tapaði stigum | Wolves úr fallsæti

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Nordic Photos / Getty Images
Cardiff bjargaði jafntefli gegn Derby á heimavelli sínum í ensku B-deildinni í kvöld. Lokatölur voru 1-1.

Conor Sammon hafði komið Derby yfir á 75. mínútu en varamaðurinn Craig Noone jafnaði metin fyrir Cardiff sjö mínútum síðar.

Aron Einar Gunnarsson lék allan leikinn fyrir Cardiff en Heiðar Helguson var ekki í leikmannahópi liðsins í kvöld.

Cardiff er enn á toppi deildarinnar en liðið er með 71 stig, fimm stigum meira en Watford sem komst upp í annað sætið með 2-1 sigri á Sheffield Wednesday.

Wolves vann mikilvægan sigur á Millwall á útivelli, 2-0, og komst þar með úr fallsæti. Björn Bergmann Sigurðarson kom inn á sem varamaður á 71. mínútu en Eggert Gunnþór Jónsson var ekki í leikmannahópi liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×