Enski boltinn

Capello hefur ekkert heyrt í Chelsea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Fabio Capello.
Fabio Capello. Mynd/Nordic Photos/Getty
Fabio Capello, þjálfari rússneska landsliðsins og fyrrum þjálfari enska landsliðsins, segir ekkert til í þeim fréttum að forráðamenn Chelsea hafi verið í sambandi við hann um að taka við Chelsea-liðinu.

Rafa Benitez er knattspyrnustjóri Chelsea en mikil óvissa er í kringum framtíð hans eftir að spænski stjórinn missti stjórn á sér í viðtali við fjölmiðla í síðustu viku þar sem hann gagnrýndi bæði stuðningsmenn og stjórnarmenn Chelsea.

Capello er enn einn af mörgum þekktum mönnum úr boltanum sem hafa verið orðaðir við stöðuna hans Benitez en Ítalinn ætlar að einbeita sér að starfi sínu fyrir rússneska knattspyrnusambandið.

„Ég er bara að hugsa um það að koma Rússlandi á HM. Ég er ekki að hugsa um neitt annað og ég hef ekki fengið neitt tilboð frá Chelsea," sagði Fabio Capello í viðtali við ítalska útvarpsstöð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×