Enski boltinn

Ray Wilkins: Chelsea verður að halda Lampard

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ray Wilkins, fyrrverandi aðstoðarstjóri Chelsea, hefur nú tjáð sig um mögulegt brotthvarf Frank Lampard frá félaginu en hann vill meina að Lampard sé einn mikilvægasti leikmaður liðsins og forráðamenn Chelsea þurfi nauðsynlega að halda í þennan snjalla miðjumann.

Lampard hefur verið hjá Chelsea síðan árið 2001 en samningur hans rennur út eftir tímabilið. Það lítur allt út fyrir að leikmaðurinn fái ekki annan samning og sé á leiðinni frá félaginu.

Stuðningsmenn liðsins hafa látið vel í sér heyra á tímabilinu og vilja ólmir að félagið semji við þennan 34 ára miðjumann.

„Frank verður að vera áfram. Ég skil í raun ekki af hverju liðið ætti ekki að semja við hann á ný," sagði Ray Wilkins við enska fjölmiðla.

„Hann hefur verið frábær á tímabilinu og er greinilega enn í þeim gæðaflokki að Chelsea þarf á honum að halda."

„Ef við lítum á Ryan Giggs hjá Manchester United sem var að skrifa undir nýjan eins árs samning við félag sitt 39 ára. Alex Ferguson, (knattspyrnustjóri Man. Utd.), þekkir vel hvernig á að sjá um eldri leikmenn og menn verða að horfa á hans árangur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×