Enski boltinn

Mancini mun sjá á næstu vikum hvaða stöður þarf að styrkja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mynd. Getty Images
Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Manchester City, hefur ekki lagt árar í bát og telur enn að liðið eigi möguleika á því að verja enska meistaratitilinn en félagið er sem stendur 15 stigum á eftir Manchester United, en á samt sem áður einn leik til góða.

Manchester City mætir Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld og getu þá minnkað forskot United niður í 12 stig þegar tíu umferðir eru eftir.

„Tímabilið er ekki búið og við munum berjast alveg til loka," segir Mancini.

„Ég mun sjá á næstu vikum hvaða leikmenn verða hér áfram og hvort við þurfum að styrkja okkur meira."

„Við eigum líklega eftir að kaupa inn leikmenn í sumar en ég þarf að sjá hvaða stöður þarf að styrkja."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×