Enski boltinn

Utandeildarleikmaður á leið til Liverpool

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luis Suarez hefur haldið uppi sóknarleik Liverpool á þessu tímabili.
Luis Suarez hefur haldið uppi sóknarleik Liverpool á þessu tímabili. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sky Sports segir frá því í morgun að enska úrvalsdeildarliðið Liverpool sé að skoða það að semja við framherjann Daniel Carr sem hefur farið á skotum með Dulwich Hamlet í ensku utandeildinni í fótbolta.

Daniel Carr er aðeins 18 ára gamall og hefur skorað 23 mörk í 23 leikjum með Dulwich Hamlet í Ryman-deildinni. Hann var áður í unglingakademíu Reading.

Liverpool er ekki eina liðið sem er að skoða Daniel Carr því vitað er af áhuga annara liða í ensku úrvalsdeildinni sem og liða í ensku b-deildinni.

Liverpool hefur gengið lengst og hafa forráðamenn félagsins þegar boðið Daniel Carr að koma og æfa með liðinu sem ætti að gefa þjálfurum Liverpool að meta leikmanninn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×