Enski boltinn

QPR gat grætt á Samba en sagði nei

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Chris Samba.
Chris Samba. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það kom kannski mörgum á óvart þegar Queens Park Rangers bætti félagsmetið með því að eyða 12,5 milljónum punda í Chris Samba í janúar og það verða örugglega fleiri enn meira hissa að QPR hafnaði möguleikanum á því að græða á Samba aðeins nokkrum vikum síðar.

Queens Park Rangers keypti hinn 28 ára gamla Veijeany Christopher Samba frá Anzhi Makhachkala í janúar og Harry Redknapp, knattspyrnustjóri QPR, greindi frá því í gær að félagið hafi hafnað risatilboði í Samba áður en glugginn lokaði í Rússland 27. febrúar síðastliðinn.

„Við fengum tilboð í Samba á lokadegi rússneska félagsskiptagluggans en stjórnarformaðurinn hafnaði því. Tilboðið var upp á meiri pening en við borguðum fyrir Samba," sagði Harry Redknapp við BBC.

„Stjórnarformaðurinn spurði mig álits og ég sagði honum að þetta væri hans félag og hans ákvörðun," sagði Redknapp.

Christopher Samba átti fínan leik um helgina þegar botnlið Queens Park Rangers vann 2-1 sigur á Southampton. „Það var mikilvægt að við héldum honum. Hann er mjög góður leikmaður fyrir okkur," sagði

Redknapp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×