Enski boltinn

Ferguson skýtur föstum skotum á alla vítaspyrnudómana hjá Man City

Alex Ferguson tekur þátt að venju þátt í sálfræðistríðinu fyrir stórleik ensku úrvalsdeildarinnar sem fram fer á sunnudag. Knattspyrnustjóri Manchester United sagði á fundi með fréttamönnum að það væri búið að setja rannsóknarnefnd á laggirnar hjá breska þinginu ef Manchester United hefði fengið jafnmargar vítaspyrnur það sem af er keppnistímabilinu og Manchester City hefur fengið.

Enski boltinn

Sálfræðistríðið fyrir slaginn um Manchester hafið - Mancini hrósar Man Utd

Roberto Mancini, knattspyrnustjóri Englandsmeistaraliðs Manchester City, mun bíða fram á síðustu stundu með liðsvalið fyrir stórleikinn gegn Manchester United á sunnudaginn. Óvíst er hvort David Silva leikmaður Man City verði leikfær en Mancini vonast til þess að hann geti gefið Spánverjanum tækifæri í þessum mikilvæga leik sem fram fer á Etihad Stadium heimavelli Man City.

Enski boltinn

John Obi Mikel samdi við Chelsea til fimm ára

John Obi Mikel, leikmaður Evrópumeistaraliðs Chelsea, skrifaði undir fimm ára samning við félagið en hann hefur verið í herbúðum enska liðsins frá árinu 2006. Nígeríumaðurinn kom til Chelsea frá norska liðinu Lyn árið 2006 og voru þau félagaskipti mjög umdeild – þar sem að Mikel hafði áður gert samkomulag við Manchester United.

Enski boltinn

Mario Balotelli orðaður við AC Milan

Það ríkir mikil óvissa um framtíð Mario Ballotelli hjá Englandsmeistaraliði Manchester City en hann hefur ekki átt fast sæti í liðinu á undanförnum vikum. Ítalska liðið AC Milan er eitt þeirra liða sem nefnd hafa verið til sögunnar sem næsti vinnustaður hjá ítalska landsliðsframherjanum.

Enski boltinn

Styttist í endurkomu Scott Parker hjá Tottenham

Það styttist í að enski landsliðsmaðurinn Scott Parker fari að leika á ný með enska úrvalsdeildarliðinu Tottenham. Parker hefur ekkert leikið með liðinu á þessari leiktíð en hann hefur verið að jafna sig eftir aðgerð á hásin.

Enski boltinn

Beckham fer líklegast til PSG í Frakklandi

Breskir og bandarískir fjölmiðlar greina frá því í dag að David Beckham muni semja við franska liðið PSG á allra næstu vikum. Hinn 37 ára gamli enski knattspyrnumaður lék sinn síðasta leik með LA Galaxy um s.l. helgi þegar liðið varð bandarískur meistari en Beckham hafði verið í herbúðum liðsins í rúm fimm ár.

Enski boltinn

Silva gæti misst af leiknum gegn Man. Utd

Spánverjinn David Silva mun ekki geta leikið með Man. City gegn Dortmund í Meistaradeildinni í kvöld vegna meiðsla. Óvissa er einnig um þáttöku hans gegn Man. Utd í uppgjöri toppliða ensku deildarinnar um næstu helgi.

Enski boltinn

Ísland vann til markaðsverðlauna UEFA

Á árlegri verðlaunaafhendingu UEFA fyrir markaðsmál tengd knattspyrnu, sem fram fór í gærkvöldi í Róm, hlaut Ísland verðlaun fyrir markaðssetningu á Pepsi-deildinni í knattspyrnu. Fimmtán þjóðir kepptu við Ísland í flokknum "Best Sponsorship Activation".

Enski boltinn